Tag: Sandra

  • Marmilaði

    „Pabbi, er hægt að gera marmilaði úr mannfólki?“

  • Öskra eða hrósa

    Veit ekki hvort ég á að öskra á Söndru fyrir að skemma eldhúsborðið eða hrósa henni fyrir hvað þetta er flott

    Sandra teiknar á borð
  • Menntun

    Sandra sér til þess að börn Barbíjar fái menntun við hæfi

    Ég átti ekki eldspýtustokk svo græn baun sýnir stærðarhlutföll

    Við sjáum fram á stóraukinn hagvöxt nú þegar er kominn nýr gjaldmiðill


  • Verðlaun

    Þegar þú ert sjö ára og erfiðasta ákvörðun lífsins er hvaða verðlaun á að velja hjá tannlækninum

  • Kókómjólk

    „Veistu af hverju hann segir „Þú færð kraft úr kókómjólk“? Hann er að meina sykurinn”

    Sandra, sjö ára, með brennandi hot take á buffuðu kisuna

  • Draugasaga

    Sandra (7): „Ég er að skrifa draugasögu og hún er svo spúkí að ég varð sjálf hrædd!“

  • Senur úr leikritinu Börnin með í kirkju

    Sandra: „Verður þetta aldrei búið?“

    Áður en ég næ að svara byrjar forspilið og presturinn gengur inn í kirkjuna með fermingarbörnin.


    Aðstandendur standa upp til að ganga til altaris.

    Telma: „Erum við að fermast líka?“


    Undir lokin:

    Sandra: „Af hverju er aldrei klappað?“

  • Skeið

    Ef myndin prentast vel má sjá SKEIÐ.

    Þessi skeið er ætluð börnum Barbíjar, og ágæt til síns brúks, en það er 60% starf að passa að þetta helvíti týnist ekki eða endi í ryksugunni

  • Boðskort

    *ding dong!*

    *börn skríkja. tiplandi fætur*

    Einhver: „mumli mumli mumli muml“

    Börnin mín: „Pabbi minn er á klósettinu! Hann er að kúka!“

    Einhver: „Ööööö, allt í lagi. viltu gefa honum þetta boðskort“

  • Til öryggis

    Dóttir mín er talgalla og getur ekki sagt „til öryggis“

    Hún segir sitt á hvað „til öryggissis“ eða „til örysiggis“

  • Ljót orð

    Sandra (7 ára): „X er búinn að skrifa öll ljótu orðin í pennaveskið sitt! Hann skrifaði bitsj, fokk og sjett!“

    Pabbi: „Jedúddamía!“

    Telma (6 ára): „En hvað er bitsj?“

    P: „Ööööö … svona vond pía“