Tag: Sandra

  • „Pabbi, hvaða orð er dónalegra en efforðið?“ Góð tilraun, Sandra mín, en ég er ekki fæddur í gær

  • Tala

    „Pabbi, hvað er frægasta talan?“ Ég: „Einn! …eða þrír?“ Sandra: *ekki impóneruð* „…af hverju?“

  • „Pabbi, hvernig skrifar maður B O B A?“

  • Kíkja

    Pabbi: „Ertu búin að taka til í herberginu þínu?“ Barn: „Já!“ P: „Nú er það? Vá! Ég ætla að kíkja“ B: „NEEEEEIIIII! EKKI KÍKJA!“

  • Bíltúr. Eniga meniga á fóninum. Gamall maður böstar múv undir stýri. Sandra: „Pabbi, ég veit að þú skammast þín ekkert, en ég skammast mín!“

  • Sandra: „Pabbi, megum við fara á trampólínið?“ Pabbi: „Nei, það er hífandi rok úti og rigning“ Sandra, 8 ára, yfir milljón krakka sem eru í heimsókn: „Ég er með slæmar fréttir, krakkar!“

  • Það besta við daginn eftir að þú kemur heim úr sumarfríi er auðvitað að börnin eru enn á öðru tímabelti og vakna kl. 5 en ekki 8

  • „að spila tefl“

    Átta ára reynir að kenna mátulega móttækilegri sex ára „að spila tefl“ „Þegar kóngurinn þinn er dauður drepast allir úr þínu liði“ Reglurnar „Ég kalla þennan skák af því að hann má bara fara á ská!“ Um biskup „Af hverju hopparðu ekki yfir þennan hest?“ Bendir á peð

  • Tjald

    Í þessu tjaldi ætlar lítil hugrökk Telma að sofa í nótt. Hún hafði varla tíma til að kveðja foreldra sína áður en hún hljóp út, ásamt örlítið eldri frænku sinni og ömmu. Á sama tíma situr Sandra og fléttar vinaband fyrir móður sína úr litlum gúmmíteygjum. Glaðvakandi og eldhress, enda svaf hún nær allan daginn…

  • Baðdagur

    Aðeins að skola skítinn af liðinu

  • Drekafluga

    Á göngu í náttúrunni sjáum við drekaflugu. Sandra öskrar af hræðslu. Ance: „Þetta er allt í lagi, hún er góð!“ Sandra (næstum 8 ára): „Góð? Hvernig getur fluga verið góð? Gefur hún manni tyggjó?“

  • Reið

    Pabbi: „Jæja stelpur, við vorum að skrá ykkur á reiðnámskeið í sumar eins og þið vilduð!“ Sandra: *dansar af gleði* Telma: *skilur ekkert* „Reið námskeið? Eigum við að vera reiðar?“