Tag: Sandra

  • Piparkökuhús og jólaföndur

  • Pabbi: „Sjáið stelpur hvað tunglið er stórt og fallegt, beint yfir Snæfellsjökli!“

    Sandra: „Hvað er Snæfellsjökull margar Hallgrímskirkjur?“

    P: „Veit ekki“

    S: „En Everest?“

    P, sem var á málabraut: „Ööööö, meira en hundrað!“

    S: „Telma! Everest er meira en hundrað Hallgrímskirkjur!“

    T *skilur ekkert* ?: „Everest er hundur!“

  • Hestur

    Í bíltúr barst talið að fjöllum og nöfnum á þeim.

    Telma: „Ég veit hvað væri hægt að kalla brúnt fjall“

    Pabbi: „Já? Hvað?“

    T: „Hestur!“


    P: „Eru allir hestar brúnir?“

    T: „Já“

    P: „Aaalveg allir?“

    Sandra: ? „Ekki Diskó“

    T: „Ekki heldur Móa“ ?


    P: „En allir hinir?“

    T: „Ööööö … já?“

    P: „En veistu, það er til fjall sem heitir Hestur!“

    T: „Af hverju?“ ?

    P: „Ég veit ekki, kannski var það brúnt?“

    [aths ritstj: Diskó og Móa voru hestar dætranna á reiðnámskeiði í sumar]

  • Skínasta stjarnan

    „Sérðu allar stjörnurnar pabbi!“ sagði Telma uppnumin og horfði beint upp í himininn. „Hver er skínasta stjarnan?“

    Við vorum sammála um að Venus hefði verið „skínasta“ stjarnan á himninum í morgun, og þess vegna væri hún óskastjarnan í dag.

    Stelpurnar horfðu á Venus og óskuðu sér í hljóði.

  • Líkar?

    Telma: „Erum við eitthvað líkar?“

    Sandra: „Nahhauts! Þú ert með síðara hár, þú ert sætari og þú ert með kremt nef“

    Telma: „Ég er líka með stærri rass!“

  • Afmælisplön

    Í gær eyddu stelpurnar heilmiklum tíma í að skipuleggja afmælið hennar Telmu, velja leiki til að fara í og ákveða hvaða lag ætti að nota í pakkaleiknum og Sandra ætlar að halda á símanum og snúa baki í krakkana til að verjast ásökunum um frændhygli og spillingu.

    Telma á afmæli 10. febrúar, sem er einmitt eftir 126 daga

  • Dóttir mín er algjör snillingur og þarf engan andskotans gjafapappír

  • Esjan með börnunum

    Við misstum af því að fara með Ferðafélagi barnanna á Esjuna, svo við fórum bara seinna sjálf

    Börnin stóðu sig eins og hetjur

  • Pabbi: „Já, og svo ætlar mamma að reyna að kaupa sona vílís skó fyrir ykkur í útlöndum“

    Sandra (8) öskrar af hlátri í kortér: „Vílís?! Pabbi kjáni! Það á að segja hílís“

  • Sixpakk

    „Pabbi, værir þú með sixpakk ef þú værir ekki með bumbu?“

  • Ó boj