Tag: Sandra
-
Svínka
Sandra setur skinku á brauð: „Af hverju heitir þetta ekki svínka?“
-
„Fjölskyldumynd“
Í gærkvöldi horfðu stelpurnar á „fjölskyldumyndina“ Sumarbörn á Rúv. Í kvöld ætlum við að reyna að finna eitthvað álíka skemmtilegt, t.d. að láta róna gera á þeim rótarfyllingu
-
Öskrin þagna
Þegar öskrin og lætin á efri hæðinni þagna allt í einu en þú þorir ekki upp að tékka hvort stelpurnar hafi leyft litla bróður að vera með í leiknum eða drepið hann
-
Barnajól
-
Ung, ónefnd stúlka í heimsókn: „Mamma mín sér mjööööög vel. Þegar ég málaði með hvítu á hvítan vegg þá sá hún það!“
-
nös á ketti
Telma setur tvær skeiðar af hrísgrjónum og litla flís af kjúkling á diskinn. Pabbi er ekki impóneraður: *hnuss* „Þetta er ekki upp í nös á ketti!“ T: „Júts!! Veistu hvað nös á ketti er lítil?“ *sýnir* Sandra: „Hver setur kjúkling í nös á ketti?“
-
Þrjú börn: „Pabbi, megum við fá heitt kakó?!“ Pabbi: „Jájá. Ég var að kaupa nýja dós. Bara ekki setja allt of mikið“ 3b: „Vei! Við getum sko alveg sjálf!“ Pabbi: *lítur undan í 3 mínútur*
-
Díll aldarinnar
Sandra og Telma suða um að fá að fara í sjoppu að kaupa nammi: „Pabbi, þú mátt eiga peninginn sem við fáum til baka!“
-
Efforð
Stelpurnar vöknuðu í nótt og voru klukkutíma að sofna aftur. Þær fóru í kapp niður til að kíkja, og byrjuðu strax að hnakkrífast og öskurgrenja Efforðið, Stekkjastaur, fokkings efforðið á þig
-
„Það ætti að kalla þetta Jólabandssælu í desember“ -Sandra, átta ára
-
Stelpurnar fá næstum aldrei tyggjó og finnst það merkilegra en gull. Í morgun laumaði afi þeirra að þeim tyggjói þegar enginn sá til. Rúmum tveimur tímum síðar er Telma ekki búin að fá sér morgunmat því hún tímir ekki að henda tyggjóinu
-
Piparkökuhús og jólaföndur