Tag: Sandra
-
Hvaleyrarvatn
-
Þrjú börn
Þrjú börn Ef ég lifi má taka af mér sjálfræðið Uppfært 1. mars 2019 Sosum eftir öðru að loksins þegar tvít frá mér kemst í fjölmiðla er það #pabbatwitter um hvað það hafi verið hræðileg hugmynd að eignast þrjú börn (FYI endaði ég í 39,3°c eftir orrustuna um Jóladagatal Skoppu og Skrítlu, en er nú…
-
Skjaldbaka
Sandra, með örlítinn hita: *skríður mjög rólega fram og aftur stofugólfið á fjórum fótum í þrjár mínútur* Pabbi: „Hvað ertu að gera?“ S: „Ég veit það ekki. Held ég sé að herma eftir skjaldböku“
-
Systur lesa
-
Flott tölva
Þegar Barbí á flottari tölvu en þú
-
Skæri
Pabbi: „Hvar eru skærin?“ Dóttir: „Uppi. Það var einhver að klippa sófann!“
-
Art lover
Listunnandi dáist að listaverki stóru systur Art lover admiring big sister Sandra’s work of art
-
Leika með tannbursta
Telma: „Pabbi …“ *togar í ermi* Pabbi beygir sig niður og ber eyrað að munni Telmu. Telma *hvíslar*: „Ég þarf að segja þér leyndarmál. Albert var að leika sér með tannbursta og henti Söndru bursta í klósettið. En þetta er allt í lagi, ég er búinn að skola hann og setja á sinn stað“
-
Þú!
„Pabbi, mig var að dreyma að það var kjúklingur sem labbaði til mín og sagði Góðan daginn.“ „Svo sagði hann Hvað er í matinn hjá þér? Og ég sagði Þú!“
-
Sími
Þegar foreldrarnir eru skrýmsli og gefa þér engan snjallsíma þarf stúlka að bjarga sér
-
Meðan önnur börn horfa á ógeðsleg og kolsúr vídeó á jútjúb drekkur 8 ára dóttir mín í sig allskonar lifehack og howto vídeó eins og hún sé risastór svampur Svo sest hún við og býr til liti fyrir Barbí
-
Barnauppeldi
Fyrsta barn Skv. grein sem ég las er best að gera svona og vera ákveðinn. Nei þýðir nei! Þriðja (og síðasta) barn Ooooo, hvernig get ég sagt nei við svona mikla dúllu og rúsínurassgat!?! Líka þ.(o.s).b. Hmmmmm, hvernig stendur á því að hann er svona mikil frekja?!?