Sandra var greinilega að horfa á youtube aftur…




Sandra var greinilega að horfa á youtube aftur…
Sandra: „Pabbi sjáðu! Það er búið að breyta Hvolpasveit! Sjáðu bara!“ *slekkur á þættinum og byrjar aftur frá byrjun til að sýna pabba introið* „Sjáðu, sumt er alveg nýtt!“
Pabbi, nývaknaður: „Stórbrotið!“
S: „Pabbi, þetta var kaldhæðni!“
Fékk eldskírn mína sem fótboltapabbi í gær á móti Þróttar í Laugardal.
Krakkarnir eru í 6. flokki og á sínu fyrsta móti.
Uppáhalds augnablik: Þegar tók næstum mínútu að útskýra markspyrnu
Sandra: „Allir eiga tvífara sem er alveg eins og þau!“
Telma: „Tvífarinn minn á heima á Mars og heitir Mars Meló“
Ung stúlka rifjar upp nýlega heimsókn föður síns á skautasvell.
Það eina sem vantar á myndina er grindin sem gamli maðurinn ríghélt sér í
Telma: „Má ég segja brandara? Það voru tvö ber og eitt berið sagði „Mér er kalt.“ Þá sagði hitt berið: „Það er ekki skrítið, því þú ert ber!““
Pabbi: „Haha, þetta var fyndið!“
Sandra: „Hey! Þegar ég sagði þennan brandara um daginn þá fórstu ekkert að hlæja og sagðir bara „Ertu ekki alltaf að segja þennan?““
Svona fyrst hjólin hrundu ekki af og særðu einhvern til ólífis þori ég að birta myndir. (við ókum 33km til að hjóla 6km og keyra svo 33km til baka)
Taka börnin með í Sorpu, kostir og gallar.
? Þau læra að allri þessari neyslu fylgja neikvæðar hliðar, þau taka þátt í heimilisstörfum.
? „Pabbi, af hverju eru myndirnar sem ég var að teikna í gámnum? Ég var ekki búin að henda þeim?!?“
Þegar þú átt cheap ass, latan og almennt bara ömurlegan pabba sem samþykkti loksins að hafa hamborgara, en fannst í lagi að bjóða upp á þetta sem franskar
Börn 2 og 3: Með 39-40 stiga hita; sofa eða liggja eins og klessur
Barn 1: Á batavegi, með aðeins 38 stiga hita, vaskar upp hoppandi og öskursyngur Hatara
af veikum börnum