Tag: Sandra

  • Leitin að Nemó á að byrja í sjónvarpinu, en í staðinn birtast rendur og heyrist sónn 20 sekúndur líða… Sandra: „Pabbi, er einhver að segja efforðið rosalega lengi?“

  • Sandra kom heim úr skólanum með KSÍ lyklakippu, fána og plaköt með landsliðum kk & kvk. Sýnir stolt og glöð. Pabbi: „Geggjað! Og nafna þín í marki, Sandra Sigurðardóttir!“ Telma, ekki impóneruð: „Mér finnst miklu skemmtilegra þegar ég er á myndinni.“

  • Snillingasti snillingur í heimi!

  • Sjö ára dóttir og vinkona hvíslast á um skólasystur sína: „Hún er stundum soldið pirrandi, ég held hún sé með HD veiki“

  • Sandra: „Ég vil ekki koma í Barbí“ Telma, mjöööög alvarleg: „Þú ert að svíkja loforð. Það deyr einhver þegar þú svíkur loforð. Langafi eða einhver deyr.“ Pabbi: „Neinei, það deyr enginn!“ T: „Jú, það deyr einhver. Einhver sem er löngu dáinn!“

  • Taka 7005

  • Þegar þú ert á safni og börnin þín ná ekki inn á topp sjö brjáluðustu börnin á leiksvæðinu þrátt fyrir verðuga tilraun

  • Krossnesfjall

    Gengum á Krossnesfjall, sem er hæsta fjall sem við höfum gengið saman 🙂 (Úr ferð á Norðurfjörð á Ströndum með Ferðafélagi barnanna.)

  • Stytti upp

  • Ó sjitt

    Pabbi og mamma tala saman. Pabbi: *segir mömmu frá einhverju rosalegu* Mamma: „Ó sjitt“ Sandra, sem hefur setið í hinum enda íbúðarinnar í tvo klukkutíma í sínum eigin heimi með sín stóru eyru, gargar: „Af hverju sagðirðu ó sjitt?!“

  • Rusl

    Pabbi: „Sandra, geturðu farið með ruslið út í tunnu fyrir mig?“ Sandra: „Telma! Ég fæ að fara út með ruslið!!“ Telma: *öskurgrenjar* „Ég vil líka fara út með ruslið!“

  • Föndur

    Sandra var greinilega að horfa á youtube aftur…