Tag: Sandra
-
Tónleikar í tónlistarskóla barnanna í morgun. Mis-flink börn að spila mis-vel á mis-stóra gítara. Mjög gaman, nema ég átti erfitt með að fara ekki að flissa undir einu laginu, sem ég heyrði nýlega í annarri útgáfu
-
Stelpur: *eitthvað að kýta* Albert: „Stelpur, það á að vera vinir!“
-
Tungumálakennsla
Sandra var eitthvað ósatt við hvað gamla gengur illa að læra hitt tungumálið hennar, svo hún ákvað að taka málin í sínar hendur
-
Fátt verra en þegar lítil börn byrja að gubba einmitt þegar maður er að bursta tennurnar. Svo liggur maður hálfsofandi alla nóttina með annað augað opið og 170 í púls og hrekkur upp með andfælum á sjö mínútna fresti ef einhver hóstar í 200 metra radíus Uppfært, 18. nóvember:…og nú taka við nokkrir sólarhringar á…
-
Í sjónvarpinu eru fréttir af eftirlitslausum fegrunaraðgerðum sem áhrifavaldar flykkjast í. Sandra: „Afi getur farið í svona! Þá lítur hann ekki út fyrir að vera sona gamall!“ Þess má geta að afi er 94 ára og þriggja daga
-
Pabbi kemur heim úr vinnunni: „Hæ! Hvernig gekk dansinn á sýningunni í dag með Margarita?“ Dætur *veltast um gólfið öskurhlæjandi*: „Pabbi! Lagið heitir Señorita!“
-
Uppvakningarnir
fara á ball The undead family gets dressed up for a ball
-
Keyrum framhjá Sirkus á Seyðisfirði. Telma: „Kannski er itt þarna inni“ Sandra: „Itt? Akkuru?“ T: „Það er alltaf trúður í sirkus!“
-
Ljósárfoss
Héldum upp á daginn með því að rölta upp að Ljósárfossi í Hallormsstaðaskógi
-
Ég veit ekki hvað það segir um hversu oft (ehem) börnin mín fá gos að dóttir mín er farin að safna tómum dósum og taka myndir af sér með þær
-
Í afmæli. Pabbi ræðir við systurdóttur sína og hvetur hana til dáða: „Allt auka effort sem þú leggur í þetta mun skila sér margfalt þegar…“ Dóttir, sem var djúpt sokkin í leik annars staðar í íbúðinni en er greinilega með stór eyru: „Pabbi sagði efforð!“
-
Faðir og dóttir (tíu, aaaaalveg að verða fjórtán) deila. Dóttir: „Pabbi, þú ert svo leiðinlegur að ég ætla að unfollowa þig!!“