Tag: Sandra

  • Bugun

    Klukkan er 7.33. Úti geisar snjóbylur. Vetrarfrí í skólanum. Leikskólaverkfall. Ég svaf í 4 tíma.

    Börnin mín þrjú — sem verða heima með mér í allan dag — eru að reyna að ræða við mig um holur í plottinu í Hvolpasveit


    Klukkan er 11.41. Börnin eru langt komin með að klára nammið sem þau betluðu á öskudag. Ég er að reyna að vinna, þarf að skila nokkrum verkefnum í dag.

    Börnin eru að spila Mariah Carey jólalög ?

  • Bollur

    Pabbi: „Kannski þurfum við að byrja að gera bollur, annars endum við á að hafa bollur í kvöldmat“

    Sandra, með stóru eyrun sín: „ERU BOLLUR Í KVÖLDMAT??!?“

  • Uppáhalds

    Mamma: „Mig langar að fara í búð“

    Pabbi, kankvís: „Eigum við öll að koma með, eða viltu bara taka uppáhalds barnið með?“

    M: ? „Hmmm, sko, uppáhalds barnið er ekki þægilegast að taka með í búðir“

    P: *fliss*

    Sandra, með stóru eyrun sín: „EIGIÐ ÞIÐ UPPÁHALDS BARN??!?“

  • Stekkjastaur

    Telma: „Pabbi, er afi Stekkjastaur?“

    Pabbi: „Af hverju heldurðu það?“

    T: „Hann er með tréfót!“

    Sandra: „Auðvitað! Þess vegna býr hann einn!!?“

    Albert: „Afi er ekki jólasteinn!“

  • Staðan

    Albert: Fer ekki aftur á leikskólann fyrr en á mánudag

    Telma: Gleymdi leikfimifötunum heima

    Sandra: Gleymdi skólatöskunni heima og braut gleraugun

    Annars erum við bara ágæt sko

  • Flaska

    Risastór Fanta flaska gengur berserksgang og veldur skelfingu

  • Goggur

    Sandra gerði smá gogg

  • Bíó

    Þegar þú spyrð börnin hvort eigi að fara í bíó áður en þú tékkar hvað er í boði …


    … ekki einu sinni Bersi kunni að meta þetta helvíti

  • Sandra: „Panda, kross, jólasveinahúfa, og jesúbarnið. Og jésúbarnið gerði snjókarl!“

  • Keyrum út úr Skeifunni

    Barn: „Hvað er Hreyfill?“

    Pabbi: „Leigubílastöð! Vitiði að einu sinni gerðu þau auglýsingu með símanúmerinu?“ *raular auglýsinguna*

    20 sekúndum síðar:


    Uppfært: ég mundi semsagt ekki eftir neinu nema laginu


    En hef greinilega ekki alltaf munað það…
  • Sandra: „Hvað kallarðu fyndna mandarínu?“

    Pabbi: „Veitiggi?!?“

    S: „Brandarínu!“

  • Ananas í dós

    Þetta voru semsagt jólin sem Sandra uppgötvaði ananas í dós