Tag: Sandra
-
Bollur
Pabbi: „Kannski þurfum við að byrja að gera bollur, annars endum við á að hafa bollur í kvöldmat“ Sandra, með stóru eyrun sín: „ERU BOLLUR Í KVÖLDMAT??!?“
-
Uppáhalds
Mamma: „Mig langar að fara í búð“ Pabbi, kankvís: „Eigum við öll að koma með, eða viltu bara taka uppáhalds barnið með?“ M: „Hmmm, sko, uppáhalds barnið er ekki þægilegast að taka með í búðir“ P: *fliss* Sandra, með stóru eyrun sín: „EIGIÐ ÞIÐ UPPÁHALDS BARN??!?“
-
Stekkjastaur
Telma: „Pabbi, er afi Stekkjastaur?“ Pabbi: „Af hverju heldurðu það?“ T: „Hann er með tréfót!“ Sandra: „Auðvitað! Þess vegna býr hann einn!!?“ Albert: „Afi er ekki jólasteinn!“
-
Staðan
Albert: Fer ekki aftur á leikskólann fyrr en á mánudag Telma: Gleymdi leikfimifötunum heima Sandra: Gleymdi skólatöskunni heima og braut gleraugun Annars erum við bara ágæt sko
-
Flaska
Risastór Fanta flaska gengur berserksgang og veldur skelfingu
-
Goggur
Sandra gerði smá gogg
-
Bíó
Þegar þú spyrð börnin hvort eigi að fara í bíó áður en þú tékkar hvað er í boði … … ekki einu sinni Bersi kunni að meta þetta helvíti
-
Sandra: „Panda, kross, jólasveinahúfa, og jesúbarnið. Og jésúbarnið gerði snjókarl!“
-
Keyrum út úr Skeifunni Barn: „Hvað er Hreyfill?“ Pabbi: „Leigubílastöð! Vitiði að einu sinni gerðu þau auglýsingu með símanúmerinu?“ *raular auglýsinguna* 20 sekúndum síðar: Uppfært: ég mundi semsagt ekki eftir neinu nema laginu
-
Sandra: „Hvað kallarðu fyndna mandarínu?“ Pabbi: „Veitiggi?!?“ S: „Brandarínu!“
-
Ananas í dós
Þetta voru semsagt jólin sem Sandra uppgötvaði ananas í dós
-
sykur
*Albert aðeins of æstur* Pabbi: „Kannski er einhver búinn að fá aðeins of mikið af nammi og sætindum?“ Sandra: „Er hann með sykursýki?“ P: „Það er kallað sykursjokk“ Telma: „Er hann með sykursokk?!“