Tag: Sandra
-
Pizza
Ég geri pizzu: Hmmm, þetta er of lítið af osti, best að setja oooooggulítið meiri ost! Allir: *pota í* „Hvað segirðu, er ostur í matinn aftur?“
-
Spennt
Morgun Sandra: *skoppar um íbúðina eins og súperbolti á sterum* „Ég er svo spennt!“ Pabbi: *verður örmagna af að horfa á orkuna sem fer til spillis* „Af hverju?“ S: *hoppar* „Það eru pylsur í matinn í kvöld!!!“ *hoppar*
-
Sandra teiknar
Sandra ásamt nokkrum bekkjarfélögum. Það er augljóst hver er hvað Hef ekki hugmynd hvað er í gangi hér, nema að myndin er geggjuð! Því miður er ekki búið að skrifa þessa bók ennþá, en kápan lofar endalaust góðu
-
Gleymni
Af og til gleymir maður því í augnablik að stelpurnar reyna að myrða hvor aðra nokkrum sinnum á dag
-
Skemmtilegur dagur?
Heimakennari: „Jæja ástin mín, látum okkur sjá! Verkefni dagsins er … að skrifa um skemmtilegan dag!“ Barn: „Ég skil ekki..? Hvað er það?“
-
Hugmyndarík börn
-
Netflix
Gaman að sjá hvað börnin voru fljót að læra á Netflix. Ekki að ég sé neinn sérfræðingur, en mér skilst að það eigi að leita að einhverju í klukkutíma og horfa svo á Mamma Mia í tólfta skipti
-
Hundahvíslarar
Ef eitthvað er að marka hvað Albert tekur þjálfun vel eftir að hann breyttist skyndilega og óvænt í hund eru systur hans sannkallaðir hundahvíslarar Mamma: *kemur heim* Pabbi: „Öööööööööö, ég er með góðar fréttir og slæmar fréttir…“ M: „?“ P: „Góðu fréttirnar eru að leikskólinn verður ekki lengur vandamál… slæmu fréttirnar eru að nú eigum…
-
Mr Bean
Sandra: „Telma er hrædd að horfa á Mr Bean!“ Pabbi: „Af hverju? Er hún kannski hrædd við bangsann?“ Telma: „Nei, af því hann er alltaf að lokast inni einhversstaðar“ P:
-
Betra?
Sandra við Telmu: „Hvort finnst þér betra, að horfa á bíómynd og borða ís, eða að borða baunir?“
-
Börn eða tómatar?
Sandra: „Mamma, hvort elskar þú meira, okkur krakkana eða tómatana þína?“ Uppfært, 30 mínútum síðar: HÚN ER EKKI BÚIN AÐ SVARA ENNÞÁ!!
-
Bugun
Klukkan er 7.33. Úti geisar snjóbylur. Vetrarfrí í skólanum. Leikskólaverkfall. Ég svaf í 4 tíma. Börnin mín þrjú — sem verða heima með mér í allan dag — eru að reyna að ræða við mig um holur í plottinu í Hvolpasveit Klukkan er 11.41. Börnin eru langt komin með að klára nammið sem þau betluðu…