Tag: rant

  • Var það ekki Milton Friedman sem kenndi okkur að bílastæðið er alltaf ókeypis?

  • Enshittification

    Fyrir 7-8 árum átti ég mjög erfitt með að ímynda mér heiminn án Facebook. Núna er það mun auðveldara, enda Fb svo gott sem ónýtt. Það birtast endalust sömu 5-10 póstarnir, helmingurinn auglýsingar. Yfir daginn bætast kannski 10-15 póstar við Þó ég sé með stillt á að sjá Most recent sé ég reglulega gamla pósta,…

  • Eina sem þú þarft að gera

    Ef það væri hægt að filtera Fb til að fela allt sem inniheldur orðin „eina sem þú þarft að gera“ myndi feedið styttast um rúmlega helming

  • Ég: „Úps! Ég týndi símanum!“ Banki: „Opnaðu símaappið og lokaðu kortinu!“

  • Hvern tölum við við um að gera rannsókn á því þegar 370 þúsund manns fá taugaáfall á sama klukkutíma?

  • Þumlar

    Systir mín verður að enda á þumli á Messenger. Ef ég svara þumlinum hennar með þumli kemur annar þumall á minn þumal. Sé þetta hópspjall og einhver annar gerir þumal eftir það kemur einn enn

  • Erfitt pilla

    Á fb: „”C” orðið er erfitt pilla að kyngja!!“ Svo kemur laaaaangur, illa þýddur pistill, sem inniheldur:

  • Þegar þú reiknar ekki verðið á bílnum inn í kostnaðinn við að eiga og keyra bíl er það eins og að kaupa árskort í strætó og halda því svo fram að þú ferðist ókeypis 364 daga á ári

  • Ég hringdi einhvern tíma í Icelandair til að spyrja hvort Icelandair væri í eintölu eða fleirtölu. Þegar konan loksins skildi hvað ég meinti kom fát á hana og hún bað um að fá að hringja aftur. Nú veit ég reyndar ekki hvort hún hringdi á endanum því ég hætti í þessari vinnu fimm árum seinna

  • Við unað

    Needs more ekki við unað

  • Tengdapabbi skilur ekki nema stakt orð í íslensku, en ef hann skildi meira myndi hann líkast til stynja yfir kveinstöfum Jóns Baldvins og klaustursdóna og segja raunalega: „Þarna misstu þeir af frábæru tækifæri til að þegja!“

  • Að skipta um vafra í símanum er góð skemmtun, sérstaklega ef maður beið þar til maður var búinn að heimsækja sirkabát allar heimsins heimasíður og fær að taka annan rúnt í að samþykkja vafrakökur. Toppnæs. Mæli með. 5/7