Tag: minning

  • Minning

    Fyrir mörgum árum keypti ég plötuna Giant Steps með Boo Radleys. Ég var gersamlega heillaður og hlustaði mikið á diskinn, fannst þeir vera að gera virkilega skemmtilega hluti. Skemmtilegt sánd. Allskonar. Öðruvísi Ég er sökker fyrir feitum bassa Brassið kemur sterkt inn Það er alveg hægt að hlusta á þetta ennþá Svo fór ég í…

  • Fyndið að fatta á leiðinni út af veitingahúsi í Vilnius að þú hafir verið þar áður — tuttugu árum áður

  • minning

    Á bernskuheimilinu var ekki mjög mikið um tónlist. Jújú, Emil í Kattholti, Mini-Pops og eitthvað fleira, en svo var þetta Richard Clayderman, Boney M, Goombay Dance Band og fleira af því sauðahúsi. Nema.. …í kringum 1981 (ég var 9-10 ára), gerðist mamma áskrifandi að seríunni History of Rock. Við áttum ekki plötuspilara, svo nokkrum sinnum…

  • Minning

    Fór í Laugarásbíó með félaga mínum. Vorum bara tveir í salnum og verandi unglingar fannst okkur það geggjað fyndið Eftir sirka klukkutíma heyrum við kallað úr gatinu þaðan sem myndinni er varpað á tjaldið: „Strákar – viljiði hlé eða eigum við bara að halda áfram?“

  • Minning

    Daginn sem ég varð tuttugu og níu ára fór ég á ærlegt fyllerí með félögum mínum í R?ga, þar sem ég bjó. Þetta var rosalegt kvöld. Ég man óljóst eftir að sitja á írskum bar og hreyta óbótaskömmum í gengilbeinu sem sagði að fólk væri að kvarta yfir lyktinni af harðfisknum. Daginn eftir rumskaði ég…

  • Fyrsti bíllinn

    Minning um Mitsubishi Colt ’83 Í minnsta lagi fyrir stóran og hávaxinn mann. Iðulega þegar ég skipti um gír kveikti ég á stefnuljósinu til hægri Þetta er samt mynd af netinu. Enginn lúxus eins og topplúga í mínum. Ég lét hausinn bara hvíla á öxlinni meðan ég rúntaði um…

  • Ég hef tvisvar fengið tilkynningu um andlát náins ættingja í gegnum síma: afi hringdi vegna ömmu og systir mín þegar mamma dó. Var að fatta núna — 20 árum / 5 árum síðar — að í bæði skiptin kvaddi ég með „Takk fyrir að láta vita“

  • Valsauga og Minnetonka

  • Atlas

    Landafræðibókin. Heimurinn eins og hann leit út fyrir 35 árum. Alvöru doðrantur. Eins og 60% jafnaldra minna fékk ég þessa í fermingargjöf

  • Glókollur í smekkbuxum

    Lítill glókollur í smekkbuxum (sem var reyndar aldrei sáttur við þessa mynd því það stendur einhver pjakkur fyrir bjöllunni) A blond little man in dungarees (who never really liked this picture because a boy is blocking the view of the car)

  • Minning

    Stóð með félögum fyrir utan næturklúbb í Helsinki þegar ung kona kom hlaupandi, gargaði „Farð’í raskat“ og fór

  • Sá veghefil á Sæbraut í morgun. Yfir mig flæddu minningar um rosalegasta leikfang sem ég hef átt… (Minn var samt með tönn framaná líka) Minningarnar! Átti líka svona