Tag: minning

  • Minning

    Fyrir mörgum árum keypti ég plötuna Giant Steps með Boo Radleys. Ég var gersamlega heillaður og hlustaði mikið á diskinn, fannst þeir vera að gera virkilega skemmtilega hluti. Skemmtilegt sánd. Allskonar. Öðruvísi

    Ég er sökker fyrir feitum bassa

    Boo Radley’s – Upon 9th and Fairchild

    Brassið kemur sterkt inn

    Boo Radleys – Lazarus

    Það er alveg hægt að hlusta á þetta ennþá

    Boo Radleys – I’ve Lost the Reason

    Boo Radleys – I Hang Suspended

    Svo fór ég í Kringluna og heyrði lag

    Boo Radleys – Wake Up Boo!

    Þegar rann upp fyrir mér að þetta voru líka Boo Radleys fékk ég óbragð í munninn. Ég gat ekki hlustað á plötuna í tíu ár án þess að finna þetta óbragð.

    Kannast fleiri við að hljómsveit hafi eyðilagt fyrir þeim meistaraverk með nýjum lögum?


    Twitter þráður
  • Fyndið að fatta á leiðinni út af veitingahúsi í Vilnius að þú hafir verið þar áður — tuttugu árum áður

  • minning

    Á bernskuheimilinu var ekki mjög mikið um tónlist. Jújú, Emil í Kattholti, Mini-Pops og eitthvað fleira, en svo var þetta Richard Clayderman, Boney M, Goombay Dance Band og fleira af því sauðahúsi. Nema..

    …í kringum 1981 (ég var 9-10 ára), gerðist mamma áskrifandi að seríunni History of Rock. Við áttum ekki plötuspilara, svo nokkrum sinnum á ári fengum við kassettu með rokktónlist í pósti.

    Ég uppgötvaði þetta ekki alveg strax, en eftir 1-2 ár var ég farinn að bísa spólunum um leið og þær komu í hús. Ég drakk þetta í mig eins og svampur. Líklega hefur mamma greyið aldrei séð sumar spólurnar

    Fyrsta spólan var bara Elvis

    Ég kunni ekki að meta allt, en prófaði að hlusta á allt. Meðal þess sem ég setti oft í kassettutækið var Little Richard, Fats Domino, Chuck Berry, The Shadows …. ROLLING STONES, maður lifandi…

    Ég man vel fiðringinn sem fylgdi því að heyra Steve Miller Band í fyrsta sinn – Gangster of Love, Space Cowboy – og *gæsahúð!* – The Joker

    Svo, einhverntímann árið 1983 — ég varð 12 ára um haustið — kom Kassettan Sem Breytti Öllu

    Santana var alltílæ. Janis var flott. Steppenwolf …. nú erum við að dansa! en…

    [kúnstpása]

    Strax á fyrstu tónunum fékk ég gæsahúð. Þessi sýrukennda tónlist náði einhvernveginn að smjúga alveg inn í merg og bein. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar fengið aðra eins gæsahúð

    Sjæní sjæní, sjæní búts of leðer

    Ég var með gæsahúð í marga mánuði!

    Heroin, be the death of me 
    Heroin, it's my wife and it's my life
    Because a mainline into my vein
    Leads to a center in my head
    And then I'm better off than dead
    Because when the smack begins to flow
    I really don't care anymore

    Þarna var ég semsagt 11 ára, feitur, vitlaus, ljótur og leiðinlegur erkilúði — saklausari en allt sem saklaust er — með króníska gæsahúð að hlusta á lög um sadó masó og heróín

    Eníveis, þetta rifjaðist upp þegar ég var að hlusta á hina fínu þætti Skúla Arasonar um Velvet Underground

    PS: Ó já! Skulum ekki gleyma því að ég sá þau svo á Roskilde festival þegar þau komu saman aftur ’93. Lou Reed, John Cale, Sterling Morrison og Moe Tucker

    PPS: Kemur í ljós að allt heila settið á Roskilde er á youtube (í guðanna bænum ekki horfa samt nema vera búin að taka sjóveikipillur):

    PPPS: Eitthvert árið sem ég var í háskólanum klömbruðum við saman hljómsveit fyrir árshátíðina. Þrátt fyrir að vera gersamlega sneyddur hæfileikum á þessu sviði tókst mér einhvenveginn að grenja það út að fá að syngja lag með þeim

    Þessu þurft semsagt vesalings fólkið að sitja undir:

    Ég söng að sjálfsögðu línurnar hennar Moe Tucker, í aumkunarverðri tilraun til að ná falsettu

    Þú kannast kannski við lagið úr kvikmyndinni Juno


    Skrifað upp úr þessum twitter þræði
  • Minning

    Fór í Laugarásbíó með félaga mínum. Vorum bara tveir í salnum og verandi unglingar fannst okkur það geggjað fyndið

    Eftir sirka klukkutíma heyrum við kallað úr gatinu þaðan sem myndinni er varpað á tjaldið: „Strákar – viljiði hlé eða eigum við bara að halda áfram?“

  • Minning

    Daginn sem ég varð tuttugu og níu ára fór ég á ærlegt fyllerí með félögum mínum í R?ga, þar sem ég bjó. Þetta var rosalegt kvöld. Ég man óljóst eftir að sitja á írskum bar og hreyta óbótaskömmum í gengilbeinu sem sagði að fólk væri að kvarta yfir lyktinni af harðfisknum.

    Daginn eftir rumskaði ég við það að uppblásna dýnan sem ég var með í láni var farin að blása á hálsinn á mér. Mjög rólega seig ég nær gólfinu.

    Ég var svo ógeðslega þunnur að ég lá stynjandi á steingólfinu í einhverja klukkutíma áður en ég nennti að standa upp

    Á endanum fór ég í niður í gamla bæinn í R?ga og ráfaði um eirðarlaus. Kíkti loksins í vinnuna. Ég vann sem prófarkalesari hjá blaði sem var gefið út vikulega. Þetta voru nokkrir klukkutímar á viku. Yfirmaðurinn tók mig afsíðis.

    Henni fannst ekki nógu gott að vera með íslending í að prófarkalesa ensku – “a non-native English speaker”. Ég var of þunnur til að þræta við hana.
    Á leiðinni fram kynnti hún mig fyrir manninum sem var búinn að taka við af mér: Gvido, síleskur gaur af lettneskum ættum.

    Ég rakti raunir mínar fyrir (fyrrum) vinnufélögunum. Við urðum fljótt sammála um að aðeins eitt væri til ráða: Barinn.

    Þetta kvöld var síst minna drukkið en fyrra kvöldið. Ég man ekki mjög mikið eftir þessu kvöldi, nema að þó ég hafi verið nánast rænulaus af drykkju mun ég aldrei aldrei aldrei aldrei gleyma örvæntingunni sem greip mig þegar ég kom heim og sá helvítis dýnuna loftlausa á gólfinu

  • Fyrsti bíllinn

    Minning um Mitsubishi Colt ’83

    Í minnsta lagi fyrir stóran og hávaxinn mann. Iðulega þegar ég skipti um gír kveikti ég á stefnuljósinu til hægri

    Þetta er samt mynd af netinu. Enginn lúxus eins og topplúga í mínum. Ég lét hausinn bara hvíla á öxlinni meðan ég rúntaði um…

  • Ég hef tvisvar fengið tilkynningu um andlát náins ættingja í gegnum síma: afi hringdi vegna ömmu og systir mín þegar mamma dó.

    Var að fatta núna — 20 árum / 5 árum síðar — að í bæði skiptin kvaddi ég með „Takk fyrir að láta vita“

  • Atlas

    Landafræðibókin.

    Heimurinn eins og hann leit út fyrir 35 árum. Alvöru doðrantur.

    Eins og 60% jafnaldra minna fékk ég þessa í fermingargjöf

  • Glókollur í smekkbuxum

    Lítill glókollur í smekkbuxum (sem var reyndar aldrei sáttur við þessa mynd því það stendur einhver pjakkur fyrir bjöllunni)

    A blond little man in dungarees (who never really liked this picture because a boy is blocking the view of the car)

  • Minning

    Stóð með félögum fyrir utan næturklúbb í Helsinki þegar ung kona kom hlaupandi, gargaði „Farð’í raskat“ og fór

  • Sá veghefil á Sæbraut í morgun. Yfir mig flæddu minningar um rosalegasta leikfang sem ég hef átt…

    (Minn var samt með tönn framaná líka)

    Minningarnar!

    Átti líka svona