Tag: minning

  • Minning

    Stend í biðröð í kjörbúð um miðjan dag, með brauð, kæfu og skyr. Maðurinn fyrir framan mig snýr sér við, dæsir hátt „sona er að vera róni!“ og nikkar í átt að 8 flöskum af kardimommudropum í fangi sér. Ég reyni að flissa ekki og samsinni því Róni hristir hausinn og bætir við yfir öxlina…

  • Minning – myndir af apótekum

    Sumarið ’99 leigði ég herbergi hjá Stebba vini mínum. Hann var að vinna hjá Norræna félaginu og eitthvert kvöldið spurði hann hvort ég vildi ekki fara til Eystrasaltsins til að taka myndir af apótekum Ég væri reyndar orðinn helstil gamall, en hann gæti reddað því Það var engin leið að ég gæti hafnað þessu tilboði,…

  • Eða hittó

    Allt í einu mundi ég mjög skýrt eftir „eða hittó“ Þegar ég var lítill var þetta stytting á „eða hitt þó heldur“. Þú semsagt fjálglega lýstir skoðun þinni á einhverju: „Djö hvað er ógó gaman í skólanum!“ en snerir henni svo óforvarandis á hvolf: „…eða hittó!“ (les: Það er ekki ýkja gaman)

  • Minning

    Í maí 2001 hafði úkraínskur rithöfundur samband við mig á ICQ. Hann sagðist vera að skrifa skáldsögu þar sem fyrir kæmu englar, og bað mig að hjálpa sér því það kom aldrei annað til greina en að englarnir töluðu íslensku Auðvitað sagði ég já, en því miður heyrði ég ekki aftur í honum

  • Minning: Kvikmyndahátíð

    Haustið 2000 var ég í hlutastarfi sem prófarkalesari á The Baltic Times í R?ga. Einn daginn á rölti um bæinn mætti ég kollega sem var á leið að sækja blaðamannapassa á kvikmyndahátíð. Ég rölti með og á leiðinni náði hún að magna upp í mér púka. Þegar við komum á staðinn laug ég því blákalt…

  • Minning: siggimus prúttar

    Kvöld eitt í Riga, seint um haustið 2000, var ég á leið heim eftir miðnætti, nennti ekki að taka sporvagninn svo ég ákvað að flotta mig á „leigubíl“. Veifaði harkara á Lödu sem hékk saman á lyginni einni og spurði á minni takmörkuðu lettnesku hvað farið til ?genskalna kostaði (Agenskalna, cik maksa). Hann sagði pieci,…

  • Ungur

    Ungur

    siggimus ásamt Andra litla frænda Andri rakst á þessa og sendi á mig

  • Fyrir mörgum árum leysti ég systur mína af á næturvakt á Kjarvalsstöðum meðan stóð yfir sýning á verkum m.a. Andys Warhol. Ég stóðst mátið

  • 15 mínútur

    Ég var ekki kominn með bílpróf þegar ég fékk mínar 15 mínútur af frægð. Leiðin hefur legið niður á við síðan…

  • Minni

    Rétt áður en við fórum á svið þegar ég útskrifaðist sem stúdent úr MS vorum við að prófa hvers annars húfur og í óðagátinu þegar við vorum kölluð til að fara inn í sal víxluðust þær óvart. Svo sem í lagi hjá mér að pínulítil húfan sat bara asnalega ofan á hausnum, en vesalings Robbi,…

  • Minning – Lyftan í Plavnieki

    Fyrir mjöööög mörgum árum bjó ég í Riga, Lettlandi í nokkra mánuði. M.a. bjó ég í hverfi sem heitir Plavnieki, í stórri blokk sem er sirkabát nákvæmlega eins og næstu 20 blokkir. Ég var á 7. hæð, svo það var ekki gaman þegar lyftan bilaði. Þá sjaldan lyftan virkaði var bara hægt að ýta á…

  • AB

    Löngu eftir að ég gleymi nafninu mínu mun ég muldra lactobacillus acidophilus, bifidobacterium bifidum