
Tag: life
-
Helgufoss
Helgufoss -
Spái því hérmeð að Framsókn vinni stórsigur í kosningunum í haust út á loforð um að leiðrétta yfirdrátt þeirra sem fóru á EM
-
Árið er 2032, sóðaleg knæpa í Moskvu.
„Hæ pabbi, hvar varst þú í seinni hálfleik á Ísland – England á EM ’16?“
„Að syngja Bí bí og blaka fyrir þig.“ *brestur í grát* „Hvernig fannstu mig?“
-
langar að prófa nýja blóðþrýstingsmælinn, en er hræddur um að hann springi
-
Svefn
Ég var orðinn vansvefta í gær eftir að hafa ekki sofið nóg í langan tíma, en asnaðist samt til að ílengjast yfir kosningasjónvarpinu frekar en fara að sofa kl. 9.
Sofnaði um miðnætti. Um hálftvö kom Sandra sem átti erfitt með að sofna aftur, heilinn hennar var að láta hana hugsa eitthvað ljótt.
Að svo miklu leyti sem ég var enn með rænu er ég þokkalega viss um að við höfum bæði sofnað um hálffjögurleytið. Hún, 120 cm há, á sinni þykku og góðu 200 cm löngu dýnu, ég, 190 cm hár, á þunnri 150 cm langri dýnu á gólfinu.
Nema hvað, ég hef enga aðra afsökun fyrir því að þær sitja nú inni í stofu og horfa á jólaþættina af Skoppu og Skrítlu.
Reyni að halda meðvitund Uppfært:
Ábót á kaffið -
pb
Samkvæmt Endomondo náði ég pb í hlaupum með því að reyna að halda í við Telmu, 4 ára, í 1,5 km víðavangshlaupi
FÉKK LÍKA VERÐLAUN!
Þátttökuverðlaun -
Pb
Skv appi náði ég pb í hlaupi við að elta 4 ára dóttur mína í 1,5 km víðavangshlaupi
Medalía fyrir þátttöku í víðavangshlaupi (1,5 km) -
Það eina sem mig langar í í dag eru svona inniskór í minni stærð
-
Við frúin höfum ekki alveg sömu hugmyndir um hvernig best sé að verja góðviðris- og fótboltafrísdögum
Viðarvörn -
Þrældómur
Mús fær fótbolta- og góðviðrisfrí frá vinnu, kemur snemma heim og lendir í þessu…
siggimus þrælar í sólinni -
5 skeiðar. Sjóðandi heitt vatn. Hræri. Bíð. Horfi. Eftirvæntingin vex. Hræri aftur. Finn höfga angan. Ýti niður prikinu.
Helli í uppáhalds bollann. Heilög stund er að renna upp. Hinkra eilítið til að njóta augnabliksins. Hjartað slær hraðar.
Tek bollann og lyfti upp að vörum til að … „Pabbiiiii!“
-
17. júní
Klukkutími í röð til að láta mála íslenska fánann á andlit
3 tímum síðar: hálftími að þrífa þetta af
Leifar af íslenskum fána af andliti barns