Tag: life
-
Nágrannavarsla
Er að missa alla trú á þetta Nágrannavörsludæmi. Um hverfið kjagar lítill hópur af pattaralegum Vottum Jehóva – algerlega óáreittur!! Og nú er hér fyrir utan maður með kettina sína í göngutúr! næst á dagskrá: finna helvítis földu myndavélina
-
Telma leggur á borð
Platsagna á boðstólum. Telma, fimm ára, leggur á borð fyrir 4:
-
Eins og kaffi er nú dásamlegt og undursamlegt og æðislegt og frábært þá bara get ég ekki mat með kaffibragði
-
Fiskur
Jæja sonur sæll, nú lærir þú að borða fisk! … ósaltaðan og gufusoðinn Mín heitasta ósk er að einn daginn fyrirgefirðu mér
-
Auglýsing: „Toppur án kolsýru“ Ööö, semsagt vatn?
-
Lífið í Öskjuhlíðinni
-
Sokkar
Þegar þú finnur bara 6 staka sokka í sokkaskúffu barnsins
-
Glyrni
Af hverju segjum við bara einglyrni? Af hverju ekki tvíglyrni eða sólglyrni?
-
Handklæði
Handklæði vinnufélaga. Nei, hann er ekki 10 ára.
-
Ást er…
Ég elska konuna mína mjög mikið og sakna hennar þegar hún er ekki nálægt, en ég sakna konunnar minnar aldrei eins mikið og þegar hún skilur mig einan eftir með börnin þrjú
-
Ábót
Sýnist á því sem ég skolaði af pollagallanum að leikskólinn þurfi að panta ábót á sandkassann
-
Hvaða refsing er við hæfi fyrir gestkomandi barn á sjötta ári, sem kveikti á og hækkaði í neineineineineineineineineinei?