Tag: life
-
Stundum þegar þreyta og sljóleiki gerir vart við sig síðdegis er ég ekki alveg viss hvort það er vegna loftleysis á skrifstofunni, almenns svefnleysis eða hvort þetta er bara lífsviljinn að fjara hægt út
-
vinnufélagi á afmæli í dag og ákvað þess vegna að refsa okkur
-
sooooldið hált í morgun það var ekki alveg svona tígulegt þegar ég flaug á hausinn (ok, bossann
-
Kominn á leiðarenda, en finnst þetta svo mikil sóun. Er að spá í að fara lengra
-
Rannsóknir sýna að jafnvel heimsklassa íþróttamenn hafa ekki úthald í að halda í við tveggja ára barn í heilan dag Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort vansvefta feitabolla á miðjum aldri á einhvern séns
-
Að hengja upp þvott: 3-6 mín. Að hengja upp þvott með dyggri aðstoð eins árs hjálparhellu: 30-60 mín.
-
Ég við dætur mínar: (5 & 7 ára) „Úff! Ég held þið tvær séuð frekustu börn í heimi!“ Sonur (1,34 ára): „Heyrðu gamli, haltu aðeins á bjórnum mínum“
-
Alls ekki…
-
góðu fréttirnar eru að ég fann báða vettlingana aftur
-
Þegar allir eiga erfiða nótt
-
Fyndið hvernig nýtilegt borðpláss í eldhúsinu minnkar um 25% við það að ungabarn nær þangað upp
-
á enn eftir að rekast á vasa í barnaúlpu sem ekki inniheldur amk eina lúku af steinum og/eða möl