Tag: life

  • Ekkert jafnast á við fegurðina í því að bruna um þjóðvegi landsins og fylgja öðrum bíl eftir langar vegalengdir — í nákvæmlega 720m fjarlægð — í fullkominni harmóníu, krúskontrolið samstillt á einhverju kosmísku leveli

  • MacGyver

    Feeling: MacGyver

  • Sandra: „Má ég fá símann?“ Pabbi: „Nei, held það sé komið nóg af síma í dag“ Sandra: „Heyrðu pabbi, þú ert sjálfur í símanum allan daginn“ Telma: „Já, meira að segja á klósettinu!“

  • Fjórar vikur

    Ég, í apríl: Já, það er geggjuð hugmynd að ég verði heima í fjórar vikur í sumar og hugsi um börnin! Við getum gert svo margt æðislegt saman! Líka ég, í júlí, 2 vikur búnar af 4: Grátandi inni á klósetti meðan börnin horfa á jóladagatal Skoppu og Skrítlu

  • Spaghettí

    Ég: Hmmm, þetta er allt of lítið spaghettí, best að sjóða örlítið meira Líka ég: Jedúddamía, við borðuðum ekki nema 10% af þessu. Ojæja, ég man þetta næst! Líka líka ég: Hmmm, þetta er allt of lítið spaghettí, best að sjóða örlítið meira Líka líka líka ég: Jedúddamía, við borðuðu Líka líka líka líka ég:…

  • Fb

    Ég er ekki alveg tilbúinn að hætta á fb, en þetta er skítakompaní sem er skítsama um notendur og þessvegna er ég með leiðindi: Á endanum verður ekkert eftir. Stundum finnst mér gaman að ímynda mér að í höfuðstöðvunum taki einhver eftir þessu brölti hjá mér: „Hr. Zuckerberg … ég veit ekki … hérna, sko:…

  • Slæmar fréttir og góðar

    Slæmu fréttirnar: Opna húsið sem við ætluðum að vera með seinnipartinn verður lokað. Góðu fréttirnar: Íbúðin okkar er loksins seld.

  • Hugleiðingar um stein

    Hmmm, hvar fann drengurinn þennan stein sem hann heldur á? … Og hvernig steinn er það eiginlega sem molnar í fingrunum á tveggja ára dreng? … – Nei bíddu … þetta enginn helvítis steinn, ÞETTA ER FOKKINGS KLUMPUR AF KATTASANDI!

  • 100% human

  • Góðu fréttirnar eru að reykskynjarinn virkar

  • Kíkja

    Pabbi: „Ertu búin að taka til í herberginu þínu?“ Barn: „Já!“ P: „Nú er það? Vá! Ég ætla að kíkja“ B: „NEEEEEIIIII! EKKI KÍKJA!“

  • Opið hús er lokað