Tag: life
-
Albert er bara tveggja ára, en veit þó nákvæmlega hvað hann vill. Hann lítur t.d. ekki við* hafrakexi nema það sé ostur báðum megin. Og svo verður líka að vera smjörklípa beggja vegna, svo osturinn tolli á * lítur ekki við = „öskrar þar til hann fær vilja sínum framgengt“
-
Bófafæla
Hef enn ekki hitt bófa sem er svo badass að hann stingur ekki af þegar hann sér þennan gaur
-
Þegar ég kom út í morgun var lykillinn minn í skránni og veski konunnar undir stofuglugganum
-
Wake up sheeple!
About the people who say “Wake up sheeple!”
-
„já, er þetta facebook? ég held að algóryþminn hjá þér sé búinn að fá heilablóðfall; hann heldur að ég eigi peninga“
-
Ég hef ákveðið að verja deginum í dag í að velta því fyrir mér hvers vegna í andskotanum vatnaotur er ekki kallaður votur otur
-
Þar sem ég var búinn að kjaga rétt hálfa leið upp á Esjuna með Albert á bakinu gekk ég fram á Mads Mikkelsen sem nikkaði kumpánlega til guttans. Ég ætlaði að biðja um selfí en Albert, tveggja ára, krafsaði í hnakkann á mér: „Ekki kúl, gaur. Ekki kúl“
-
Tíu ár
Ég hafði smá tíma áður en ég þurfti að leggja af stað svo ég kíkti á Vísi. Hmmm, þetta er nú yfir meðallagi stór frétt: Ríkið tekur yfir Glitni! Svo ég velti því fyrir mér hvað í ósköpunum þetta þýddi þar sem ég ók út á flugvöll að sækja konu sem var að flytja til…
-
Þegar rafmagnið fer af í vinnunni og þú situr á eina staðnum sem er ekki með neyðarljós — snyrtingunni
-
Ástkær eiginkonan skrapp til útlanda í örfáa daga og skildi mig eftir aleinan með öll þrjú börnin. Nú er hálftími eftir og við síðustu talningu var ég nokkurn veginn á áætlun með eina markmiðið sem ég setti mér: Við eigum enn jafnmörg börn
-
Sonur minn, 25 mánaða, er töluvert sneggri en ég að opna jútjúb á símanum mínum
-
Matthías ræskir sig hikandi og reynir að hrista úr sér stressið fyrir sitt fyrsta uppistand