Tag: life
-
Hver paurinn!
-
Trackpad á fartölvunni hættur að virka. Control panel. Fikt. Ekkert. Gúggl. Uppfæri drivera. Restart. Ekkert. Meira Gúggl. Driverar beint frá framleiðanda. Restart. Ekkert. Enn Gúggl. Ekkert. Þrír klukkutímar. Ekkert. Hmmm, hvað gerist ef ég ýti á þennan takka..?
-
Afi minn og amma mín út’á Bakka bjúga. Þau eru bæði sæt og fín, þangað vil ég fljúga ?? svona rímar það amk
-
Klemmd taug
Klemmdi taug í baki fyrir viku. Taugin losnað loksins, en restin af bakinu er í tómu djöfuls fokki. Ef ég sit lengur en fimm mínútur er ég eins og níræður kall á biðlista eftir mjaðmaskiptiaðgerð þegar ég stend upp aftur og kjaga af stað
-
espresso
Fyrsti espresso-bollinn eftir magakveisu vekur upp sérkennilega blöndu eftirvæntingar og kvíða Nefndi þetta við vinnufélaga til margra ára. Vtmá: „Þú hefur ekki hugleitt að sleppa bollanum? Svona fyrst þú ert orðinn clean?“ Ég: *rétti út höndina* „Sæll, Sigurður heiti ég mús. Við höfum augljóslega aldrei hist“
-
Að skipta um vafra í símanum er góð skemmtun, sérstaklega ef maður beið þar til maður var búinn að heimsækja sirkabát allar heimsins heimasíður og fær að taka annan rúnt í að samþykkja vafrakökur. Toppnæs. Mæli með. 5/7
-
Forráðamenn Nings og Málningar: Hmmm Ég: „Þið eruð eflaust að velta fyrir ykkur hvers vegna ég boðaði ykkur á minn fund, en þannig er mál með vexti að ég sé frábær tækifæri og gríðarleg samlegðaráhrif í sameiningu fyrirtækjanna. Lokið augunum og sjáið fyrir ykkur: Málnings!“
-
Latur
Ég er ekki að segja að ég sé latur, en ég var eiginlega feginn að diskurinn sem Telma braut var einn af þeim sem ég átti eftir að vaska upp
-
Nuddarar
Nuddarar: Af hverju tekur okkur enginn alvarlega? Við getum á einfaldan hátt hjálpað svo mörgum að líða betur!?! Líka nuddarar: Ó já, svo þegar þú ert búin í nuddi geturðu fengið höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð og osteópatíu og bowen og allskonar kukl og hókus pókus!
-
Skipti um dekk á bílnum í hundslappadrífu og líður eins og ég hafi smíðað geimflaug og farið á henni til mars
-
what a minningar
-
Þrír drengir, kannski 12-14 ára, hlaupa um Krónuna og eru með dólg. Fara á kassa með einhverja klisjukennda óhollustu og rétta fram litla hrúgu af klinki og krumpuðum seðlum. Höfuðpaur og aðalgaur: „Þú mátt eiga afganginn!“ Afgreiðslugaur kannski 3 árum eldri en þeir: „Strákar, þetta er ekki nóg…“