Tag: life

  • Langt hlé

    Þegar þú ert að fara að vinna aftur eftir þriggja mánaða atvinnuleysi… (Semsagt, byrja hjá Controlant í næstu viku – að gera sirkabát það sama og síðast: skrifa bækurnar sem enginn les. Laaaaangt síðan ég hef verið svona spenntur ??)

  • Jarðarber

    Það getur haft sína kosti að vera skilinn eftir til að passa hundinn meðan allir hinir skemmta sér Uppfært: Þetta voru bestu jarðarber í heimi

  • Morgun

  • Ok

  • Minning: Kvikmyndahátíð

    Haustið 2000 var ég í hlutastarfi sem prófarkalesari á The Baltic Times í R?ga. Einn daginn á rölti um bæinn mætti ég kollega sem var á leið að sækja blaðamannapassa á kvikmyndahátíð. Ég rölti með og á leiðinni náði hún að magna upp í mér púka. Þegar við komum á staðinn laug ég því blákalt…

  • Ef maður er búinn að hjóla 16 km og labba 7 km í 26°C má maður aðeins Helmingurinn af hjólreiðunum er reyndar til kominn vegna þess að ég gleymdi leigða hjálminum og þurfti fara aftur að sækja hann. Var reyndar aðeins að spá í að borga frekar sektina, €50…

  • Ok

  • Duolingo

    Vesalings fólkið sem þarf að keppa við þrjóskan miðaldra mann sem hefur ekkert annað að gera þessa dagana

  • Some personal news

    Í síðustu viku var mér sagt upp. (Last week I was laid off work. English version is here) Samt ekki af því að ég sé letingi eða vitleysingur. Það var niðurskurður hjá fyrirtækinu og við vorum 8 á Íslandi sem misstum vinnuna. Ég fór daginn eftir og knúsaði allt frábæra fólkið sem ég er ekki…

  • Vatn

    Morgun Albert: *finnur vatnsglas í eldhúsinu, ber að munninum* Pabbi: „Nei, ekki drekka, þetta er gamalt vatn!“ A: *hneykslaður* „Síðan hvenær er vatn gamalt?!?“

  • Móment

    Þegar þú keyrir niður í miðbæ í dásamlegu veðri og öskursyngur í kór með 12 ára dóttur þinni … meðan 11 ára dóttirin situr í aftursætinu eins og illa gerður hlutur

  • Frábær dagur

    Skrapp í Kolaportið með stelpunum. Kíktum á Tjörnina á eftir og enduðum á Bæjarins bestu Kíktum svo á afa á leiðinni heim