
Þegar þú ert að fara að vinna aftur eftir þriggja mánaða atvinnuleysi…
(Semsagt, byrja hjá Controlant í næstu viku – að gera sirkabát það sama og síðast: skrifa bækurnar sem enginn les.
Laaaaangt síðan ég hef verið svona spenntur ??)
Þegar þú ert að fara að vinna aftur eftir þriggja mánaða atvinnuleysi…
(Semsagt, byrja hjá Controlant í næstu viku – að gera sirkabát það sama og síðast: skrifa bækurnar sem enginn les.
Laaaaangt síðan ég hef verið svona spenntur ??)
Það getur haft sína kosti að vera skilinn eftir til að passa hundinn meðan allir hinir skemmta sér
Uppfært: Þetta voru bestu jarðarber í heimi
Haustið 2000 var ég í hlutastarfi sem prófarkalesari á The Baltic Times í R?ga.
Einn daginn á rölti um bæinn mætti ég kollega sem var á leið að sækja blaðamannapassa á kvikmyndahátíð. Ég rölti með og á leiðinni náði hún að magna upp í mér púka.
Þegar við komum á staðinn laug ég því blákalt að aðstandendum kvikmyndahátíðarinnar Arsen?ls að ég væri frílans blaðamaður og að mig langaði mikið að skrifa grein um hátíðina í Moggann. Þau gleyptu við þessu og létu mig fá frípassa.
Ég sá 36 myndir á 8 dögum. Þar af 25-30 myndir í fullri lengd:
Nema hvað, ég sá 36 myndir á 8 dögum. Tveimur dögum síðar var ég á kvöldvakt á blaðinu meðan starfsfólkið reyndi að fylla upp í síðustu dálksentimetrana svo hægt væri að senda blaðið í prentun. Ég fékk krampa í hálsinn vegna vöðvabólgu og vinnufélagarnir hringdu á sjúkrabíl sem flutti mig á Gai?ezers Slimn?ca (Svanavatns sjúkrahúsið).
Þar lá ég í 3 daga með aðeins þennan farangur:
Þegar hjúkrunarfræðingarnir komu að gefa mér lyf í æð reyndi ég á minni takmörkuðu lettnesku að spyrja hvað væri í gangi og það sem ég skildi var „meðal“ og „ekki illt“.
Ég lá þarna uppi á áttundu hæð í þrjá daga, las Economist tólf sinnum, lúslas Baltic Times í leit að innsláttarvillum sem mér hefðu yfirsést, sendi svona 74 SMS, skrifaði háfleygar langlokur í stílabókina um hvað ég ætti ógurlega bágt og starði dreymandi út um gluggann.
Við útskrift þremur dögum síðar fékk ég umslag sem innihélt röntgenmyndir af hálsinum, bréf um allt sem læknarnir höfðu gert (á lettnesku), óráðna greiningu og reikning upp á 59,78 LVL (samsvarar á að giska 25.875 ISK framreiknað). Ég fékk líka forláta hálskraga sem ég átti í mörg ár (og þurfti því miður að nota nokkrum sinnum).
Tl;dr: Ég laug til að fá frípassa á kvikmyndahátíð og fór svo mikið í bíó að ég endaði á spítala í þrjá daga með GSM síma með tvö strik. Life lesson. Karma is a bitch. Stolnar piparkökur eru vondar. O.s.frv.
Ef maður er búinn að hjóla 16 km og labba 7 km í 26°C má maður aðeins
Helmingurinn af hjólreiðunum er reyndar til kominn vegna þess að ég gleymdi leigða hjálminum og þurfti fara aftur að sækja hann.
Var reyndar aðeins að spá í að borga frekar sektina, €50…
Vesalings fólkið sem þarf að keppa við þrjóskan miðaldra mann sem hefur ekkert annað að gera þessa dagana
Í síðustu viku var mér sagt upp.
(Last week I was laid off work. English version is here)
Samt ekki af því að ég sé letingi eða vitleysingur. Það var niðurskurður hjá fyrirtækinu og við vorum 8 á Íslandi sem misstum vinnuna.
Ég fór daginn eftir og knúsaði allt frábæra fólkið sem ég er ekki lengur að vinna með. Það var ekki auðvelt og það hefur verið erfiðast að venjast því að hitta þau ekki lengur reglulega til að ræða eitthvað ofboðslega gáfulegt (ehem).
Ég vann hjá Sabre (áður Calidris!) í rúmlega 14 ár og vil bara segja að ég er mjög þakklátur. Þakklátur fyrir að hafa kynnst frábæru fólki, þakklátur fyrir allt sem ég hef lært af þeim, og síðast en ekki síst þakklátur fyrir að hafa ekki verið sagt upp fyrr en ég var loksins búinn að dröslast í meðferð við kvíða. Þökk sé meðferðinni hef ég tekið þessu með nánast stóískri ró. Með 14 ára reynslu sem tæknihöfundur hjá alþjóðlegu stórfyrirtæki horfi ég björtum augum á framtíðina.
PS: Ef þú veist um þægilega innivinnu á skemmtilegum stað fyrir vingjarnlega mús sem er flínk að skrifa allskonar, hmu!
Last week I was laid off work. Not because I’m silly or lazy, but the company went through a restructuring and let 15% of their employees go. In Iceland, 8 of us were laid off.
I went in the next day to hand in my laptop, hug everybody and thank them. The hardest part of this is saying goodbye to the people.
I worked at Sabre for over 14 years and want to say that I’m very grateful. I’m grateful for all the wonderful people I’ve met, grateful for everything I’ve learned from them, and last but not least, I’m grateful for not having had to go through this until I finally got my ass into therapy for anxiety. Thanks to the therapy, instead of turning into a hyperventilating mess, I calmly started planning my next steps. With 14 years of experience in technical writing for a global corporation I am optimistic about the future.
PS: If you know of an opening you think might be a fit, hmu.
Morgun
Albert: *finnur vatnsglas í eldhúsinu, ber að munninum*
Pabbi: „Nei, ekki drekka, þetta er gamalt vatn!“
A: *hneykslaður* „Síðan hvenær er vatn gamalt?!?“
Þegar þú keyrir niður í miðbæ í dásamlegu veðri og öskursyngur í kór með 12 ára dóttur þinni
… meðan 11 ára dóttirin situr í aftursætinu eins og illa gerður hlutur
Skrapp í Kolaportið með stelpunum. Kíktum á Tjörnina á eftir og enduðum á Bæjarins bestu
Kíktum svo á afa á leiðinni heim