Tag: life

  • Úff hvað væri nú skrýtið að vakna upp við að vera búinn að eyða hálftíma af vinnudeginum í að horfa Hæ Sámur á netinu.

    Sjiiii hvað væri skrýtið

    Ef það hefði gerst sko

  • Klukkan er 6:23.

    Glaðbeittur ungur (tveggja og hálfs) maður sem nýverið tókst að „krivva“ upp í rúm foreldra sinna gefur út yfirlýsingu: „Pabbi, é búinn lúlla!“

  • Heimsókn á skautasvell

    Heimsókn á skautasvell

    Ung stúlka rifjar upp nýlega heimsókn föður síns á skautasvell.

    Það eina sem vantar á myndina er grindin sem gamli maðurinn ríghélt sér í

  • 86%

    86% of fuel never reaches wheels


  • Þvottavél

    Það er kannski um ár síðan Albert lærði að setja þvottavélina í gang. Það kemur ákaflega skemmtilegt píp-píp hljóð sem vekur kátínu hjá litlum pjökkum. Stundum verða hreinlega illindi ef einhver annar gerir píp-píp.

    Hann verður þriggja ára í sumar, og er nú, örlítið á undan áætlun, búinn að læra að kveikja á þvottavélinni, velja prógramm og setja hana svo í gang.

    Næst á dagskrá: Ræða aðeins við hann um af hverju við setjum yfirleitt föt í vélina fyrst.

  • Framtíðin

    Rifjast upp fyrir mér að fyrir 20 árum steig ég skrefið inn í framtíðina og færði mín bankaviðskipti öll [ehem] í Netbankann – nb.is.

  • Vandamál

    Eiginkonan vill meina að ég eigi við vandamál að stríða

  • 17 sinnum

    Heilsufarsskoðun í vinnunni í dag, sem þýðir að ég er 17 sinnum lengur en venjulega að aflæsa símanum

  • D-vítamín

    Ég: Skil ekki alveg hvernig ég gat endað með alvarlegan d-vítamínskort þegar ég er bara frekar duglegur að taka lýsi ?

    Líka ég: Ó

  • Of stórt

    Gamall maður reynir að panta af internetinu en kaupir óvart allt of stórt, pt. cxvi

    • Heilsuúr — ólin nær utan um um ökklann

    Gamall maður reynir að panta af internetinu en kaupir óvart allt of stórt, pt. cxv

    • Bók — sérútgáfa með letri fyrir sjóndapra

    oldmanontheinternet.gif

  • Veður

    Í veðurfréttum er þetta helst: Firefox

  • Blár dagur

    Blár dagur. Pabbi talar um af hverju allir eru að klæða sig í eitthvað blátt.

    Dóttir: „Hvað er einhverfa?“

    Pabbi: *Reynir að útskýra einhverfu*

    P: „Manstu eftir Palla? Hann er einhverfur!“

    D: „Er Palli alltaf í bláum fötum?“