Tag: life

  • Af hverju?

    Pabbi: *situr í sófa*

    Albert: *klifrar upp í fangið á pabba, strýkur hár pabba vinalega*

    P: *kemst við*

    A: „Pabbi af hverju ertu með hvít hár og af hverju ertu gamall?“


    Sjá líka
  • Tönn

    Telma missti tönn óvænt og gerði viðeigandi ráðstafanir.

    Eftir að Telma var sofnuð kom Sandra niður: „Ekki gleyma að setja pening, pabbi!“

  • Er þetta vont?

    Albert: *lemur pabba*

    Pabbi: …

    A: *lemur* „Er þetta vont?“

    P: „Nei“

    A: *lemur* „Er þetta gott?“

    P: „Nei“

    A: *lemur* „Er þetta mátulegt?“

  • Minning

    Skólaferðalag með dönskuvali í MS til Roskilde.

    Fjölskyldan sem ég gisti hjá bauð mér með yfir til Þýskalands daginn sem Þýskalöndin sameinuðust.

    Á leiðinni benti fósturpabbinn út um bílrúðuna með öndina í hálsinum: „Sjáðu!“

    Ég sá ekkert.

    FP: „Sjáðu!“

    Ég: *starði* „Ég sé ekki neitt!!“

    FP: *mjög dramatískur* „TRÉ!!

  • Minning – vegabréf

    Fór á lögreglustöðina við Hlemm að endurnýja vegabréf. Fékk lítið blað sem þurfti að fylla út – nafn, augnlit, hárlit, og ýmislegt fleira. Hæð.

    Þarna var ég — óharðnaður ungur maður umkringdur þjónum réttvísinnar — og það hljóp einhver púki í mig.

    Ég leit upp, svipaðist um. Það var enginn að horfa.

    Ég bograði yfir blaðið, eins og til að forðast það að einhver ósýnilegur maður gæti horft yfir öxlina á mér.

    Ég skrifaði 190 cm.

    Ég hafði semsagt kvalist ógurlega yfir því að vera bara 189 cm, haft af því mikla minnimáttarkend því að mér fannst ég svo nálægt miklu fallegri tölu.

    Síðan hef ég veifað þessu sem órækri sönnun þess að ég sé einmitt 190 cm, en ekki einhver 189 cm dvergur: Það stendur 190 cm í passanum!

    Samt alltaf með óbragð í munni.

    Þetta var fyrir óralöngu, sennilega var ég að endurnýja vegabréfið í fyrsta sinn. En ég hef aldrei gleymt þessu, þó enginn vissi.

    Ég hef aldrei litið stórt á mig. Ég hef alltaf haldið mun ítarlegri lista yfir annmarka mína en kosti, og ósjaldan básúnað ótal lesti mína á torgum.

    En þetta, þetta var svartur blettur á mannorði mínu. Ósýnilegur, en samt svartur. Svæsið dæmi um hégóma sem ég annars vildi ekkert kannast við.

    Mér datt þetta semsagt í hug af því ég var í heilsufarsskoðun og skv. einhverri ógurlega fínni og flottri og nýmóðins græju var ég 190,9 cm.


    twitter þráðurinn
  • Borða

    Albert: *gubbar*

    …2 mínútur…

    A: „Má ég plís borða pabbi?“

    P: „Nei, ef þú borðar þá ælirðu strax aftur“

    …4 mínútur…

    A: „Pabbi ég elska að æla“

    P: „Nú?“

    A: „Já ég elska æla að því ég elska borða. Má ég fá borða?“


    …skömmu síðar:

    Albert: „Ég er ekki veikur“

    Pabbi: „Eee kannski of fljótt að segja um það“

    A: „Jú pabbi þú ert í öfuga átt og ég er í rétta átt“

    P: „Meinarðu að það er rétt hjá þér?“

    A: „Já það er rétt hjá mér aþþí ég er ekki veikur og það er öfugt hjá þér“

  • Göngutúr

    Við Hafravatn

  • Ég að kjósa

    Kjörstjórn: *afhendir kjörseðil* „Þú setur kross fyrir framan nafnið!“

  • Kosningar

    Ance, sem fékk ríkisborgararétt síðasta sumar: „Eins gott að hafa valið einfalt þegar maður kýs í fyrsta skipti.“


    Hún, á leiðinni út: „Bíddu, hvað á ég annars að kjósa?“ *glott*

    Ég: „Það byrjar á Guð…“

  • Þegar þú fattar of seint að þú ýttir á 8 (sem er einmitt rétt hjá 0) þegar sjálfsafgreiðslukassinn spurði hvað þú vildir marga poka

  • Pabbi: „Halló! Þú hefur aldrei komið í heimsókn til okkar áður er það?“

    Stúlka í heimsókn í fyrsta skipti: „Nei!“

    P: „Varstu að fá ný stígvél?“

    Síhífs: „Já, hvernig vissirðu??!“