
Tag: life
-
Gissur
Gullraspur -
Albert leikur sér með bíla
Pabbi: *tekur bíl og byrjar að keyra* „brummmm“
Albert: „Þú kannt ekki að keyra bíl. Ég á að leika með alla bílana“
P: „Ó! En hvað á ég þá að gera?“
A: „Æ, farðu bara í símann!“
-
Tengi
Skrípó: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
-
Litli gluggaþvottamaðurinn
Litli gluggaþvottamaðurinn Litli gluggaþvottamaðurinn Litli bílaþvottamaðurinn -
Pabbi: „Ég er í sjokki!“
Albert: „Ég er í sokki!“
P: „Nei, þú ert einmitt ekki í sokki! Þú ert ekki búinn að fara í einn einasta sokk í allan dag!“
-
Skipakoma?? -
Albett: *klárar morgunmat* „Ég ætla að vaska upp!“
Pabbi: „Frábært!“
Líka pabbi: *hleypur og bjargar uppvaski gærkvöldsins frá því að vera „vaskað upp“ aftur*
-
Ég er ekki að segja að mér sé farið að leiðast eftir tvær vikur einn heima með öll börnin, en vissuð þið að það er til púsluforrit í Windows og það er hægt að velja að púsla 600 púsla púsl?
600 púsl -
Þegar þú fyrir tilviljun rekur augun í að þú ert búinn að ofgreiða kr. 68.760 fyrir internet síðustu mánuði og færð það leiðrétt
-
Lykill
Oftar en ég kæri mig um að muna hef ég notað lykilinn til að opna bjór
Lyklakippa -
Heitur
Albert: *opnar ísskápinn og starir inn í hann í viku*
Pabbi: „Lokaðu ísskápnum, annars verður maturinn í ísskápnum heitur“
A: „Heitur?“
„Þarf ekki að elda?“
-
Af hverju, pt. ii
Albert: „Pabbi af hverju ertu með hvít hár og af hverju ertu gamall?“
Pabbi: „Af því að það er langt síðan pabbi fæddist“
A: „Af hverju?“
P: „Ööööö, af því tíminn líður…“
A: „Illa?“
Sjá líka