


Á kvöldgöngu með Húgó stoppaði Albert, benti á þennan poll og sagði að hann liti út eins og Noregur
Albert fór í bekkjarafmæli í dag og þegar ég kom að sækja var hann úti í fjósi með bóndanum sem var að sýna honum glænýja mjaltaróbotinn sinn
Eplið og eikin og allt það
Pabbi vinnur heima því Albert er veikur. Ekki mjög veikur, en var mjög óhress í morgun
Pabbi biður Albert að hafa sig hægan því nú þarf hann að fara á fund: „Ef þú heyrir mig tala ensku, þá er ég ekki að tala við þig!“
Fundurinn klárast loksins
Albert: „Er fundurinn núna búinn?“
P: „Já“
A: „Þekkirðu lagið – Ég er furðuverk?“
P: „Öööö, já?“
A: „Í skólanum um daginn var XXX að syngja þetta lag, en hann söng „Ég er höfuðverk!!“ Það var mjög fyndið!“
í hugræna atferlismeðferð við geðklofa?
(stundum spjöllum við Albert um allskonar. Við vorum úti að labba með Húgó, og tveir hópar af heiðagæsum flugu yfir. Við veltum fyrir okkur hvert þær gætu verið að fara)
Þessi fundur jók stórlega trú mína á ungdóminn
Albert, á leiðinni á klósettið: „Púpí, jú hef tú gó intú ðe ósjen tú mít the sjarks“
1 mínúta…
*skaðræðisöskur* „Nóóóóó! Æ dón’t want tú gó in ðe ósjen!!“
Get ekki hætt að hugsa um stelpuna sem sagði að uppáhalds Metallica lagið sitt væri Master of Puppies
Hjálpa Söndru að æfa sig og undirbúa og taka svo upp lestur á barnaljóð … á dönsku: 1 klukkutími
Hjálpa Söndru að koma fokkings hljóðfælnum með ljóðaupplestrinum af fokkings símanum og inn á fokkings Chromebook tölvuna: 2 klukkutímar
Sandra var mjög leið þegar hún kom niður í morgun.
Sagði að hún hefði sofnað með airpods í eyrunum og svo þegar hún vaknaði fann hún bara annað þeirra.
Hún var búin að leita út um allt — taka sængina úr sængurverinu og færa rúmið frá veggnum en fann ekkert.
Ég fór upp til að hjálpa. Við færðum rúmið langt fram á gólf, tókum koddann úr koddaverinu, tókum dýnuna af, tókum lakið af dýnunni — hristum allt. Við ryksuguðum meira að segja. Mjög varlega
Sandra fór meira að segja út og leitaði á pallinum undir glugganum.
Við gáfumst upp og tókum pásu.
Tveimur klukkutímum seinna situr hún og skrifar ritgerð, hallar sér aftur í stólnum, það kemur gretta á hana. Hún setur höndina aftur fyrir bak og verður eins og kleina í framan.
AIRPODSINN VAR INNI Í TOPPNUM ALLAN TÍMANN!!