Tag: life

  • Hvern tölum við við um að gera rannsókn á því þegar 370 þúsund manns fá taugaáfall á sama klukkutíma?

  • Pabbi reynir að hjálpa Albert að sofa alla nóttina í sínu rúmi: „Sko, skrýmsli eru ekki til í alvörunni — bara í æpaddnum og sjónvarpinu. Stundum sér maður þau í draumi, en þau eru bara til í þykjó!“ Pj: „En löggur? Eru löggur bara til í þykjó?“

  • Rugl

    Ég var að setja kaffi í pressukönnuna þegar Ance kom og fór að tala við mig. Ég ruglaðist og þurfti að byrja aftur að telja og nú er hún að hlæja að mér

  • Mætti í vinnuna í fyrsta sinn síðan 15. september og það var svo gott og gaman að ég gleymdi að fara heim

  • Góðu fréttirnar: Albert missti fyrstu  tönnina!  Slæmu fréttirnar: Það gerðist í leikskólanum og tönnin finnst hvergi Good news: Albert lost his first tooth today  Bad news: It happened in the kindergarten, and no one has seen the tooth since 

  • Spáið í því, það er stórt H á Grænlandi og stórt L á Noregi og þess vegna er búið að vera rok hér í heila fokkings viku

  • Dýralíf

    Í næsta nágrenni við vinnuna er fjölbreytt dýralíf, sem sjá má í sporum í snjónum. T.d. Krummar Kanínur Voffar Ekki krummar, en samt fuglar Mýs

  • Hlaðvarp

    Var að fá tips um hlaðvarp og bætti nýjasta þættinum í biðröðina … það er númer 25 í röðinni. Ég þarf semsagt að hlusta í rúma 30 klukkutíma áður en kemur að því. Ég mun koma gersamlega af fjöllum þegar þátturinn byrjar Það er frábært að hafa ekki þurft að fara í vinnuna í vetur,…

  • Pabbi: „Ertu að lesa þessa bók? Er hún skemmtileg?“ Telma: „Já, mjög skemmtileg!“ P: „Um hvað er hún?“ P, 25 mínútum síðar:

  • Ef þér líður einhvern tíma illa yfir frammistöðu þinni í eldhúsinu máttu vita að til er fólk sem hefur klúðrað pakkasósu þannig að hún varð kekkjótt (Við munum ekki nefna þetta fólk á nafn, til þess skammast ég mín allt of mikið)

  • Djöflasýra

    Bíddu er þessi djöflasýra búin að vera í gangi í fimmtíu fokkings ár?!?!

  • Ormar Þormar

    Tæknilega væri semsagt hægt að heita Ormar Þormar