Tag: life

  • Bræðraborg, Ísafirði

  • Í Reykjanesi

  • Minning

    Skv. þessu fékk ég að meðaltali 2.467 krónur fyrir hvern þýddan þátt af GI Joe, en heilar 2.764 fyrir hvern þátt af Transformers.

    Það vantar dagsetningar á reikningana, en þetta er að líkindum ’87 (kennitalan var innleidd þá), en ég varð 16 ára þá um haustið. Sérlega gaman að sjá nafnnúmerið sitt aftur eftir öll þessi ár.

  • Skjótari

    Líta út um gluggann, meðtaka hvað er á seyði, semja plan, sækja bjór í ísskápinn, hella bjór í glas, fara með glas út á pall, sópa köngulóarvefjum af garðhúsgögnum, tylla sér, ná andanum, taka mynd … og allt þetta áður en sólin hverfur aftur.

    Skjótari en skugginn að skjóta!

  • Sit hér aaaaleinn og finn ekki upp á neinu öðru að gera en horfa á konurnar mínar fljúga yfir Þrándheim, í beinni

  • Fyrirbæri

    hvaða fyrirbæri er nú þetta?


    karl faðir minn, sem verður níræður þarnæsta haust, segir að þetta sé kallað „skuggi“

  • Rífa kjaft

    Hæ þú!

    Mundu að sá sem ekki notar atkvæðisréttinn afsalar sér réttinum til að rífa kjaft yfir ástandinu

  • Siggi var úti

    Í dag hefur Sandra sungið „Siggi var úti með ærnar í haga/ aumingja Siggi hann þorir ekki heim“ hárri raust.

    Með þessu annars sakleysislega framferði sínu hefur barnið óafvitandi vakið upp gamlan draug hjá föður sínum.

    Ég á von á martröðum í nótt og háum reikningum frá sálfræðingum á næstunni.

  • Eitthvað sem labbar

    „Haha! Það er eitthvað sem labbar á puttanum mínum!!“ er tvímælalaust uppáhalds leiðin mín til að komast að því að roðamaur sé að gera sig heimakominn

  • Gæska

    bara siggimus að iðka smá góðgerðarmál