Tag: íslenska

  • Citroën með attitjúd

  • Platlaus september

  • Minning

    Fór í Laugarásbíó með félaga mínum. Vorum bara tveir í salnum og verandi unglingar fannst okkur það geggjað fyndið

    Eftir sirka klukkutíma heyrum við kallað úr gatinu þaðan sem myndinni er varpað á tjaldið: „Strákar – viljiði hlé eða eigum við bara að halda áfram?“

  • Minning

    Daginn sem ég varð tuttugu og níu ára fór ég á ærlegt fyllerí með félögum mínum í R?ga, þar sem ég bjó. Þetta var rosalegt kvöld. Ég man óljóst eftir að sitja á írskum bar og hreyta óbótaskömmum í gengilbeinu sem sagði að fólk væri að kvarta yfir lyktinni af harðfisknum.

    Daginn eftir rumskaði ég við það að uppblásna dýnan sem ég var með í láni var farin að blása á hálsinn á mér. Mjög rólega seig ég nær gólfinu.

    Ég var svo ógeðslega þunnur að ég lá stynjandi á steingólfinu í einhverja klukkutíma áður en ég nennti að standa upp

    Á endanum fór ég í niður í gamla bæinn í R?ga og ráfaði um eirðarlaus. Kíkti loksins í vinnuna. Ég vann sem prófarkalesari hjá blaði sem var gefið út vikulega. Þetta voru nokkrir klukkutímar á viku. Yfirmaðurinn tók mig afsíðis.

    Henni fannst ekki nógu gott að vera með íslending í að prófarkalesa ensku – “a non-native English speaker”. Ég var of þunnur til að þræta við hana.
    Á leiðinni fram kynnti hún mig fyrir manninum sem var búinn að taka við af mér: Gvido, síleskur gaur af lettneskum ættum.

    Ég rakti raunir mínar fyrir (fyrrum) vinnufélögunum. Við urðum fljótt sammála um að aðeins eitt væri til ráða: Barinn.

    Þetta kvöld var síst minna drukkið en fyrra kvöldið. Ég man ekki mjög mikið eftir þessu kvöldi, nema að þó ég hafi verið nánast rænulaus af drykkju mun ég aldrei aldrei aldrei aldrei gleyma örvæntingunni sem greip mig þegar ég kom heim og sá helvítis dýnuna loftlausa á gólfinu

  • Urpt

    Í dag kenndi David Attenborough mér orðið „urpt“ ?

  • Pabbi í eldhúsi, talar við sjálfan sig: „Það er nú soldið snemmt, þurfum ekki að borða strax, klukkan er bara 5“

    Albert, sem var djúpt sokkinn í leik frammi í stofu, gargar „Má ég sjá!“ hleypur inn í eldhús, bendir á klukkuna og segir „Já! Klukkan er mínútur 6!“

  • Klukkan er bara fimm

    Pabbi er í eldhúsinu, eitthvað að fást við mat.

    Talar við sjálfan sig, eða muldrar: „Já þetta er nú tilbúið soldið snemma, við þurfum ekki að borða alveg strax, klukkan er bara fimm“

    Albert, sem var frammi í stofu að leika sér í eigin heimi, gargar „Má ég sjá!“ kemur á harða hlaupum inn í eldhús, bendir á veggklukkuna og segir „Já! Klukkan er mínútur sex!“

  • Pabbi: „Sérðu þetta? Langafi þinn bjó þetta til, hann hét Grímur“

    Telma: „Það á ekki að segja hét, heldur heitir!!“

    P: „Nei, maður segir hét af því að hann er dáinn“

    T: „Nei! Ef þú segir hét er eins og hann hafi skipt um nafn!“

  • Faðir og dóttir (tíu, aaaaalveg að verða fjórtán) deila.

    Dóttir: „Pabbi, þú ert svo leiðinlegur að ég ætla að unfollowa þig!!“

  • Ég hringdi einhvern tíma í Icelandair til að spyrja hvort Icelandair væri í eintölu eða fleirtölu. Þegar konan loksins skildi hvað ég meinti kom fát á hana og hún bað um að fá að hringja aftur.

    Nú veit ég reyndar ekki hvort hún hringdi á endanum því ég hætti í þessari vinnu fimm árum seinna

  • 2063

    Árið er 2063

    17 einstaklingar eru í þjóðkirkjunni

    Þjóðkirkjan fær 82% af útgjöldum ríkisins


  • Leitin að Nemó á að byrja í sjónvarpinu, en í staðinn birtast rendur og heyrist sónn

    20 sekúndur líða…

    Sandra: „Pabbi, er einhver að segja efforðið rosalega lengi?“