Tag: íslenska

  • Undanfarnar vikur:

    Pabbi: „Nú skulum við koma og bursta tennurnar og lesa!“

    Albert: „Er klukkan orðin átta?“


    Í kvöld

    P: „Eigum við að koma og bursta tennurnar og lesa?“

    A: „Er kominn áttatími?“

  • Milljón króna hugmynd:

    Kaffihúsið T. O. kaffi

  • Albert bendir: „Ljós virkar! Tvö ljós!“

    Pabbi: „Já, pabbi lagaði. Stundum lagar pabbi eitthvað … og allir verða voða hissa“

    A,: „Nei! Pabbi ekki laga! Slökkviðimaður lagaði“

  • Hengí pengí

    Telma: „Hvað þýðir hengí pengí?“

    Pabbi: „Hmmm… ? Meinarðu hanky panky?“

    T: „Já“

    P: „Öööööööööö, að gera eitthvað sem má ekki, þegar þú ert … ? óþekk”

    T: „Það er hengí pengí í Barbí görl“

  • Tungumálakennsla

    Sandra var eitthvað ósatt við hvað gamla gengur illa að læra hitt tungumálið hennar, svo hún ákvað að taka málin í sínar hendur ?

  • Albert: „Pabbi, é vil padda piss í æpadinn!“

    Sjálfsagt, sonur sæll, auðvitað langar þig að hlýða á All about that Bass í spjaldtölvunni

  • Fátt verra en þegar lítil börn byrja að gubba einmitt þegar maður er að bursta tennurnar. Svo liggur maður hálfsofandi alla nóttina með annað augað opið og 170 í púls og hrekkur upp með andfælum á sjö mínútna fresti ef einhver hóstar í 200 metra radíus


    Uppfært, 18. nóvember:
    …og nú taka við nokkrir sólarhringar á milli vonar og ótta um hvort þessi fjandi sé í alvörunni frá eða andstæðingurinn eigi enn tromp upp í erminni, bansettur

    Uppfært, 19. nóvember:
    Gubbupest 2: the reckoning
    0.30 Telma: ?
    0.35 Mamma: ?
    2.30 Sandra: ?
    ??????????
    4.30 Albert: „Hvað gerðist?“
    4.31 Pabbi: ??Bangsi lúrir ??
    4.52 A: „Endalaust kósí!“
    4.53 P: ??Bangsi lúrir ??
    8.10 P: ?
    (Albert er þriggja ára)

  • Telma er veik heima. Í sjónvarpinu eru tónlistarmyndbönd.

    Taylor Swift: *syngur Blank Space*

    Te: *hreyfir varirnar með og dillar sér*

    TS: *lemur bíl og ýmislegt fleira með golfkylfu*

    Te: „Er hún reið af því hann er alltaf í símanum?“

  • Grinch: *er í sjónvarpinu*

    Dóttir: „Pabbi, er jólasveinninn til í alvörunni?“

    Pabbi:

    D: „Eða eru það þú og mamma sem setja í skóinn?“

    Pabbi:

    Grinch: *gerir eitthvað fyndið*

    D: *hlær*

    Pabbi: *læðist í burtu*

  • Í sjónvarpinu eru fréttir af eftirlitslausum fegrunaraðgerðum sem áhrifavaldar flykkjast í.

    Sandra: „Afi getur farið í svona! Þá lítur hann ekki út fyrir að vera sona gamall!“

    Þess má geta að afi er 94 ára og þriggja daga

  • Pabbi kemur heim úr vinnunni: „Hæ! Hvernig gekk dansinn á sýningunni í dag með Margarita?“

    Dætur *veltast um gólfið öskurhlæjandi*: „Pabbi! Lagið heitir Señorita!“

  • Ég er greinilega orðinn áhrifavaldur!


    Sbr