Tag: íslenska

  • Hakk

    Eftir að hafa unnið hjá hugbúnaðarfyrirtæki í 10 var ég að taka þátt í mínu fyrsta hakkaþoni. Ég hafði smá áhyggjur af því að ég hefði kannski ekki mikið fram að færa, verandi aumur tæknihöfundur.

    En ég var settur í að vinna í kynningunni! Ú já, hugsaði ég stoltur og belgdi út kassann — ef það er eitthvað sem ég kann og get, þá er það að skrifa!

    Ég skrifaði eins og vindurinn, nema ég skildi eftir nokkur smáatriði hér og þar, sem ég ætlaði að bera undir verkefnastjórann í hópnum.

    Ég: Best að fara og fá verkefnastjórann til að hjálpa mér að loka þessu

    Tölva: *ping! You have mail!* „Tillaga að kynningu“

    Verkefnastjórinn var semsagt búinn að gera kynningu sem var átján skrilljón sinnum betri en það sem ég var ekki einu sinni hálfnaður með.

    Ég lúslas kynninguna í leit að einhverju til að setja út á, bæta eða breyta… Nema hvað, áhyggjur mínar af því að hafa ekkert fram að færa voru óþarfar. Ég lagði til mjög mikilvægt vaff sem vantaði í nafnið hans Tryggva á fremstu glærunni ?

  • Undanfarnar vikur:

    Pabbi: „Nú skulum við koma og bursta tennurnar og lesa!“

    Albert: „Er klukkan orðin átta?“


    Í kvöld

    P: „Eigum við að koma og bursta tennurnar og lesa?“

    A: „Er kominn áttatími?“

  • Milljón króna hugmynd:

    Kaffihúsið T. O. kaffi

  • Albert bendir: „Ljós virkar! Tvö ljós!“

    Pabbi: „Já, pabbi lagaði. Stundum lagar pabbi eitthvað … og allir verða voða hissa“

    A,: „Nei! Pabbi ekki laga! Slökkviðimaður lagaði“

  • Hengí pengí

    Telma: „Hvað þýðir hengí pengí?“

    Pabbi: „Hmmm… ? Meinarðu hanky panky?“

    T: „Já“

    P: „Öööööööööö, að gera eitthvað sem má ekki, þegar þú ert … ? óþekk”

    T: „Það er hengí pengí í Barbí görl“

  • Tungumálakennsla

    Sandra var eitthvað ósatt við hvað gamla gengur illa að læra hitt tungumálið hennar, svo hún ákvað að taka málin í sínar hendur ?

  • Albert: „Pabbi, é vil padda piss í æpadinn!“

    Sjálfsagt, sonur sæll, auðvitað langar þig að hlýða á All about that Bass í spjaldtölvunni

  • Fátt verra en þegar lítil börn byrja að gubba einmitt þegar maður er að bursta tennurnar. Svo liggur maður hálfsofandi alla nóttina með annað augað opið og 170 í púls og hrekkur upp með andfælum á sjö mínútna fresti ef einhver hóstar í 200 metra radíus


    Uppfært, 18. nóvember:
    …og nú taka við nokkrir sólarhringar á milli vonar og ótta um hvort þessi fjandi sé í alvörunni frá eða andstæðingurinn eigi enn tromp upp í erminni, bansettur

    Uppfært, 19. nóvember:
    Gubbupest 2: the reckoning
    0.30 Telma: ?
    0.35 Mamma: ?
    2.30 Sandra: ?
    ??????????
    4.30 Albert: „Hvað gerðist?“
    4.31 Pabbi: ??Bangsi lúrir ??
    4.52 A: „Endalaust kósí!“
    4.53 P: ??Bangsi lúrir ??
    8.10 P: ?
    (Albert er þriggja ára)

  • Telma er veik heima. Í sjónvarpinu eru tónlistarmyndbönd.

    Taylor Swift: *syngur Blank Space*

    Te: *hreyfir varirnar með og dillar sér*

    TS: *lemur bíl og ýmislegt fleira með golfkylfu*

    Te: „Er hún reið af því hann er alltaf í símanum?“

  • Grinch: *er í sjónvarpinu*

    Dóttir: „Pabbi, er jólasveinninn til í alvörunni?“

    Pabbi:

    D: „Eða eru það þú og mamma sem setja í skóinn?“

    Pabbi:

    Grinch: *gerir eitthvað fyndið*

    D: *hlær*

    Pabbi: *læðist í burtu*

  • Í sjónvarpinu eru fréttir af eftirlitslausum fegrunaraðgerðum sem áhrifavaldar flykkjast í.

    Sandra: „Afi getur farið í svona! Þá lítur hann ekki út fyrir að vera sona gamall!“

    Þess má geta að afi er 94 ára og þriggja daga

  • Pabbi kemur heim úr vinnunni: „Hæ! Hvernig gekk dansinn á sýningunni í dag með Margarita?“

    Dætur *veltast um gólfið öskurhlæjandi*: „Pabbi! Lagið heitir Señorita!“