Tag: íslenska

  • Hvað dagur er?

    Albert (ekki orðinn fimm ára) fylgist vel með dagatalinu og spyr reglulega hvaða dagur er. Af og til lætur hann vita að þessi eða hinn á leikskólanum eigi afmæli í dag. Ég hef prófað að spyrja um afmælisdaga barna á leikskólanum og enn ekki tekist að reka hann á gat.

    Rétt í þessu: „Tuttugasti níundi maí? Ballett í dag og Hildur á afmæli!“

    Pabbi: ? *man ekki eftir neinni Hildi á leikskólanum* „Hildur? Hver er Hildur?“

    Albert: „Mamma Sóllilju!“


    Uppfært:

    Var að frétta að Hildur vinnur á leikskólanum. Samt.

  • Bra bra

  • Geldingadalur

    Við Ance röltum að eldgosinu í Geldingadal

    Ance and I hiked up to the Geldingadalur volcano

  • Síðasti

    Ef þú fórst að skoða gosið án þess að segjast vera síðasti Íslendingurinn sem fór að skoða gosið, fórstu þá að skoða gosið?

  • Varlega

    Sandra að myndskreyta regluna farðu varlega með hnífa

  • Teams fundur

    Var smá stressaður svo ég ákvað að standa upp, og hækkaði skrifborðið í fyrsta skipti í marga mánuði. Borðið var enn að lyftast þegar ég opnaði munninn til að segja eitthvað voða merkilegt. Skyndilega slökknaði á netinu, skjánum, heyrnartólunum. Skrifborðið hætti að lyftast.

    Skreið í ofboði undir borð til að setja fjöltengið aftur í samband. Stóð upp og fiktaði örvæntingarfullur í öllu í heila eilífð – AF HVERJU VIRKAR FOKKINGS MÚSIN EKKI ENNÞÁ?

    Andaði léttar þegar ég heyrði loksins raddir hinna á fundinum, þó það væri úr hátölurum fartölvunnar en ekki heyrnartólunum. Ýtti á unmute, dró djúpt andann og reyndi að muna hvern fjandann ég ætlaði aftur að segja…

    Allir: „Bless og takk!!“

  • Steinar

    Sandra var að mála steina

  • Sandra, næstum 11 ára, um frönsku söngkonuna: „Einn fjörutíu og sjö?! ÉG er stærri en það! Hún má ekki einusinni sitja frammí í bíl“

  • 22

    Albert: *tékkar á spjaldtölvunni sem var í hleðslu* „Það er tuttutvö prósent. Má ég taka samband?“

    Pabbi: „Já“

    A: „Það er tuttu tvö prósent, og það er tuttugasti annar maí!“

    P: *athugar dagsetningu*

  • Öryggi

    Þegar þú vaknar og það er ekkert rafmagn á húsinu og þú fiktar þig áfram í rafmagnstöflunni þar til bara tvö öryggi eru úti og ísskápurinn og frystiskápurinn og hinn frystiskápurinn úti og reynir í ofboði að finna rafvirkja á laugardagsmorgni og ert kominn með kvíðahnút af því að kannski er lekaliðinn farinn og þú ferð á hausinn við að láta laga það og ísinn bráðnar á meðan og þú stendur úti og hefur áhyggjur og hitar vatn á pínulitlum prímus til að fá amk kaffi en svo eftir nokkra klukkutíma kemur indæll sjötugur karl sem dundar heillengi og talar um tíðnisvið og reddar á endanum öllu með því að aftengja útiljósin á pallinum sem þú ert bara dauðfeginn að losna við því þau fóru kossumer í pirrurnar á þér og slógu reglulega út og rukkar bara smáaura fyrir og þú færð spennufall og ferð næstum að skæla

  • 5 rúsínur

    Albert: „Má ég fá 5 rúsínur?“

    Pabbi: „Já!“

    A, stærðfræðingur: „Fyrst tvær rúsínur og svo þrjár rúsínur!“


    Albert: „Fimmtíu er næstum sextíu … sjötíu, áttatíu, níutíu, hundrað!“

    Pabbi: „Alveg rétt! Þú ert orðinn svo flinkur að reikna!“

    A: „Fjörutíu og níu er næstum fimmtíu, svo þú ert næstum hundrað!“

  • Fjölnota Get out of jail free kort

    • Ég er með ofnæmi
    • Get það ekki af trúarlegum ástæðum