Húgó missir sko ekki af Rakkafréttum

Húgó missir sko ekki af Rakkafréttum
Var eitthvað að fikta í stillingunum á Spotify í gærkvöldi og slökkti m.a. á „Leyfa gróft efni“.
Í morgun voru öll börnin gargandi: „Það er ekki hægt að hlusta á nein lög á Spotify!“
a) Er með fjölskylduáskrift og þetta hafði semsagt áhrif á okkur öll
b) Börnin mín hlusta greinilega bara á lög með efforðinu
Albert reynir að sofna: „Pabbi nú langar mig í knús! Ég var að hugsa eitthvað ljótt…“
Pabbi: *knúsar*
A: „Þegar ég hugsa eitthvað ljótt segi ég eitthvað fyndið … typpi, kúkur, rass!“
Pabbi les fyrir háttinn
Albert: „Pabbi mig langar að vera með lokuð augu og sofa“
Albert: „Ég fór í tölvuna og opnaði gúglið og skrifaði Tix og hlustaði á Fallen angel!“
Pabbi: *impóneraður*
A: „Svo skrifaði ég voices tusse og hlustaði á það“
P: *mindblown.gif*
A: „Ég kann alveg að nota gúglið“
Shoutout á gaurinn sem keypti 49 einnota Bónus plastpoka af því það á að banna að selja þá
Albert, fimm ára, sem hefur séð hluta af EM með öðru auganu: „Eru fótboltamenn alltaf með tattú?“
Besta hugmynd í heimi: Pandaríki Norður-Ameríku
Albert: Hoppar í sófanum. Dettur niður á gólf. Grætur ógurlega
Pabbi: „Við erum alltaf að segja þér að hætta að hoppa í sófanum. Hvenær ætlarðu eiginlega að hætta?“
A: „Ég skal segja ykkur, ég ætla að hætta eftir einn janúar!“
Uppfært 4. janúar:
Til að hvetja stelpurnar til að vera duglegar að lesa í sumar settum við í gang 500 mínútna sumarlestraráskorunina. Fyrir hverjar 100 mínútur sem þær lesa fá þær að velja verðlaun.
Við gerðum ráð fyrir að það tæki þær megnið af sumrinu að ná 500 mínútum. Eftir eina viku:
Fjölskyldan gistir saman í stofunni
Ísbíltúr
Allt að verða vitlaust á nýja veitingastaðnum mínum, Klemmubrauð & Co