Tag: íslenska

  • Frábær helgi í geggjuðum selskap.

    í gær rættist „gamall“ draumur Alberts þegar hann fékk að fara í ökuskólann í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Loksins kann Albert að keyra.

    Í morgun var sveitaferð með leikskólanum og nú seinnipartinn dró hann mig út í óvissuferð sem endaði niðri í fjöru svo hann gæti sýnt mér helli sem þau fundu í fjöruferð í leikskólanum um daginn

    Ég er gersamlega úrvinda, en á móti fékk ég vel ráðlagðan dagskammt af öllum þeim fjörefnum sem einhverju skipta

  • Í Húsdýragarðinum, pt. ii

    Hmmm, hvað ætli pjakkurinn sé að lesa af veggnum inni í kofanum?

    Engir dauðir menn
    Engir dauðir menn
  • Í Húsdýragarðinum, pt. i

    Ég fyrir 3 vikum: Ég ætla í fjölskyldugarðinn 21. maí og leyfa pjakknum að fara í ökuskólann

    Allir Íslendingar með börn í morgun: Ég er með geggjaða hugmynd!

  • Mynd til að lita

    Albert: „Pabbi, mig langar að prenta mynd til að lita“

    Pabbi: „Mynd af hverju?“

    A: *hugsar mikið* „Lítil eyja með einu tré“

  • Allt?

    Pabbi: „Þú ert að gera allt nema það sem ég bað þig um; pissa og klæða þig?“

    Albert: „Er ég að gera ALLT nema það? Er ég þá að fá mér ís og poppkorn og horfa á Squid Game Netflix?“

  • Bækur

    Einhver: „Og hvað gerir þú?“

    Ég: „Skrifa bækur sem enginn les“

  • Í skóla barnanna velur skólastjórinn árlega bekk af handahófi og tekur fullan þátt í öllu.

    Í dag fékk hún að fara með 6. bekk í stærðfræði, dönsku, fatasund og skeggræða sætustu strákana í skólanum í frímínútum

  • Fangelsi

    Fórum á Kardemommubæinn í gær og Albert spurði mikið um rimlana á glugganum þegar Kasper, Jesper og Jónatan voru komnir í tugthúsið

  • Fundur

    Þegar fundur byrjar á Teams en tölvan er eitthvað hæg svo þú prófar að endurræsa Vivaldi vafrann, en það var greinilega ekki vandamálið því það tekur heila eilífð og svo byrjar Vivaldi allt í einu að spila tónlistarvideo úr einum glugganum, nema glugginn birtist ekki enn svo þú getur ekki pásað og nú heyrir þú tónlist og fund og svo byrjar viðtal að spilast í öðrum glugga og nú heyrir þú tónlist og viðtal og fund og það brakar í hausnum þínum en þú getur ekki pásað neitt af þessu af því tölvan er svo hæg

  • Bangsaknús

    Bangsaknús á öll sem eiga bágt í dag því þau eru illa haldin af friggatriskaidekaphobia

  • Girðingin

    Ég var að reyna að lesa fyrir Albert fyrir háttinn í gærkvöldi, en eyrun á honum voru eitthvað annars hugar…

    Albert: „Kennararnir í leikskólanum voru ekkert að skamma mig í dag. Og ekki í gær heldur“

    Pabbi: (bíddu, var ekki frí í leikskólanum í gær?) „Vá!“

    A: „Eða jú … þau skömmuðu mig í dag“

    P: „Nú? Fyrir hvað?“

    A: „Að brjóta girðinguna“

    P: *reynir að bæla fliss* „Haaaa? Af hverju varstu að brjóta girðinguna?“

    A: „Við Rikki vorum að reyna að brjóta girðinguna til að komast út“

    P: „Komast út?! Ætluðuð þið að strjúka?! Hvert ætluðuð þið að fara?!?“

    A: „Við ætluðum að fara heim til hans og mín og leika“

    P: „En af hverju? Það er bannað að strjúka úr leikskólanum!“

    A: „Pabbi, heldurðu að sé eitthvað gaman að vera alltaf læstur inni og mega aldrei fara neitt??“


    A: „Pabbi, bumban á þér er að hristast“

  • Svona upplifði fólk í Mið- og Austur-Evrópu seinni heimsstyrjöldina