Telma setur tvær skeiðar af hrísgrjónum og litla flís af kjúkling á diskinn.
Pabbi er ekki impóneraður: *hnuss* „Þetta er ekki upp í nös á ketti!“
T: „Júts!! Veistu hvað nös á ketti er lítil?“ *sýnir*
Sandra: „Hver setur kjúkling í nös á ketti?“
Telma setur tvær skeiðar af hrísgrjónum og litla flís af kjúkling á diskinn.
Pabbi er ekki impóneraður: *hnuss* „Þetta er ekki upp í nös á ketti!“
T: „Júts!! Veistu hvað nös á ketti er lítil?“ *sýnir*
Sandra: „Hver setur kjúkling í nös á ketti?“
Þrjú börn: „Pabbi, megum við fá heitt kakó?!“
Pabbi: „Jájá. Ég var að kaupa nýja dós. Bara ekki setja allt of mikið“
3b: „Vei! Við getum sko alveg sjálf!“
Pabbi: *lítur undan í 3 mínútur*
Sandra og Telma suða um að fá að fara í sjoppu að kaupa nammi: „Pabbi, þú mátt eiga peninginn sem við fáum til baka!“
Í sjónvarpinu: „Gerum þetta saman! Byko“
Albert: *fliss* „Píkó!“ 😀 😀
Fór lúpulegur beint af jólaballi barnanna í einu sjoppuna í hverfinu til að reyna í desperasjón á síðasta séns að skítredda nammi og gjöfum fyrir stofujólin á morgun.
Hitti þar foreldra nær allra hinna barnanna í sömu dapurlegu erindagjörðum
Dóttir borðar brúna lagköku: „Er þetta búið til úr piparkökum?“
Pabbi byrjar að vaska upp eftir kvöldmatinn.
Telma er ekki búin að borða: „Heyrðu! Ég ætlaði að vaska upp!“
P hættir að vaska upp: „Ó, fyrirgefðu!“
T: „Pabbi, hver er nær, sá sem situr beint á móti mér eða sá sem situr á ská á móti mér?“
P skilur ekkert: „Ööööö, sá sem situr beint á móti þér…“
T: „Jahá! Samt heyrði mamma í mér en ekki þú þó hún hafi setið lengra í burtu“
Hvernig í ósköpunum stendur á því að tímarit bænda heitir Bændablaðið þegar það gæti heitið Réttatíminn?
Telma, nær sjö ára, veik í heimspekilegum pælingum: „Af hverju heitir þetta OSTAhnífur? Það er hægt að nota þetta til að skera allskonar!“
Pabbi: „Er það?“
T: „Já, kartöflur! Og gulrætur!“
P: „Og melónur?“
T: „Nauts! Ekki melónur!!“
Að fara í hangman með sex ára stúlku með gubbupest getur verið áhugavert: ískábur, fristiskápur, gubuskál, æla og rós (sem misritaðist óvart)
Stelpurnar vöknuðu í nótt og voru klukkutíma að sofna aftur. Þær fóru í kapp niður til að kíkja, og byrjuðu strax að hnakkrífast og öskurgrenja
Efforðið, Stekkjastaur, fokkings efforðið á þig
„Ég gat þetta allt, nema ég veit ekki hvort þetta í miðjunni er hollt!“ Telma, sem verður sjö ára í febrúar og HEFUR ALDREI SÉÐ TOBLERONE