Pabbi, Albert og Húgó





Þegar við Húgó komum heim úr göngutúrnum ætlaði ég aldrei að ná honum inn því hann var logandi hræddur við jólatréð sem lá ógnandi á gangstéttinni fyrir utan
Við Ance gengum (langleiðina upp) á Meðalfell í Kjós í geggjuðu veðri meðan Albert var í barnaafmæli.
Úti með hund og börn í brunagaddi (-12°c)
Hundur: *hleypur um og borðar snjó*
Börn: *hlaupa um og borða snjó*
Pabbi: *tennurnar glamra þó hann sé í öllum fötunum sínum*
Gamla settið dröslaðist með Húgó upp á Akrafjall í gær og gægðist heim
Þegar vinur þinn er kominn í hvarf
Stysti göngutúr í heimi, við Húgó vorum úti í rétt tæplega sex og hálfa mínútu. Samt nógu langur til að blotna í gegnum regnbuxurnar
Stysti göngutúr með hund í heimi, vorum úti í tæpa sex og hálfa mínútu.
Samt nógu lengi til að blotna í gegnum regnbuxurnar