Tag: Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

  • Rigning

    Albert: „Sjáðu pabbi, það er rigning úti, en enginn vindur!“

    Pabbi: „Jaá?“

    A: „Manstu þegar við vorum í dýragarðinum og ég vildi kaupa regnhlíf en þú sagðir að það væri ekki hægt að nota regnhlíf á Íslandi því það væri alltaf svo mikið rok“


    Þetta var semsagt í gær og ég get enn ekki munað hvenær við vorum síðast í Húsdýragarðinum

  • Frábær helgi í geggjuðum selskap.

    í gær rættist „gamall“ draumur Alberts þegar hann fékk að fara í ökuskólann í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Loksins kann Albert að keyra.

    Í morgun var sveitaferð með leikskólanum og nú seinnipartinn dró hann mig út í óvissuferð sem endaði niðri í fjöru svo hann gæti sýnt mér helli sem þau fundu í fjöruferð í leikskólanum um daginn

    Ég er gersamlega úrvinda, en á móti fékk ég vel ráðlagðan dagskammt af öllum þeim fjörefnum sem einhverju skipta

  • Í Húsdýragarðinum, pt. ii

    Hmmm, hvað ætli pjakkurinn sé að lesa af veggnum inni í kofanum?

    Engir dauðir menn
    Engir dauðir menn
  • Í Húsdýragarðinum, pt. i

    Ég fyrir 3 vikum: Ég ætla í fjölskyldugarðinn 21. maí og leyfa pjakknum að fara í ökuskólann

    Allir Íslendingar með börn í morgun: Ég er með geggjaða hugmynd!

  • Hreindýr

    Húsdýragarðinum

    Albert: „Förum heim“

    Pabbi: „En við eigum eftir að sjá hreindýrin“

    A: „Ég er búinn að sjá hreindýr og það var ljótt!“

  • Í Húsdýragarðinum, pt. iii

    Hann hefur verið hressari blessaður


    https://siggimus.com/siggimus/2023/05/20/fill-2
    Enn af ævintýrum fílsins
  • Fjórir magar

    Í Húsdýragarðinum í gær jós ég úr mínum hyldjúpa viskubrunni. Sandra hlustaði með athygli, en ætlaði ekki að samþykkja alveg hvað sem er.

    Sandra: „Haaa? Eru kýr með FJÓRA maga?!“

    Pabbi: „Jamm“

    S: *Djúpt hugsi*

    S: „Einn maga fyrir hvern spena?“

  • Í Húsdýragarðinum

    „Stelpur, sjáiði hvað hesturinn er loðinn á fótunum! … og með stóran … stóran … hérna eigum við að koma í lestina?“

  • „Eigum við að kíkja á svínin? Það eru víst lítil svín líka!“ Fullorðin manneskja sem kemur augljóslega ekki nógu oft í Húsdýragarðinn


    Einhver sem veit ekki að litlu svínin heita:

    GRÍSLINGAR!!

  • ok