Þegar mýsnar eru að heiman leikur kötturinn sér

Þegar mýsnar eru að heiman leikur kötturinn sér
Albert (10m) getur nú staðið einn, svo lengi sem hann nær að læsa flugbeittum klónum í eitthvað.
T.d. eyrnasnepil eða geirvörtu
Var að tala við ninja meistara sem vill fylgjast með og að læra af viðbragðshraða Alberts (10m) við bleyjuskipti og á matmálstímum
Hann er skjótari en skugginn að grípa teskeiðina með barnamaukinu og skvetta því út um allt
Telma var í sjómælingu í gær.
Fokk hvað þetta er spúkí
Þegar dóttir sofnar loks eftir að væla „Ég get ekki sofnað“ í 20 mínútur hristi ég hana og öskra „ÉG SAGÐI ÞAÐ! ÞÚ GAST SOFNAÐ!!“
Telma (5): „Voddem bíber!“
Pabbi: „Haaa?“
Sandra (6): „Æ, það á að segja vodd ðe bíp!“
Telma, 5 ára, syngur:
Viltu fá banaa-ana?
Þú mátt alveg fá banana
Þeir eru svo gulir og hollir
Telma: „Kannski kemur þetta í Eurovision“
„Pabbi, viltu taka mynd og setja í internetið?“
“Daddy, could you please take a picture and put on the internet?”
Pabbi: „Komust börnin í símann?“
Mamma: „Veit ekki. Af hverju heldurðu það?“
P: „Æ, bara hugboð“
Þegar dóttir þín hjólar hraðar en myndavélin í símanum ræður við
Pabbi: „Bla bla bla bla… æi, hvað ætlaði ég aftur að segja?“
Hjálplegt barn: „Á hvaða staf byrjar það?“
Milljón króna hugmynd: (sokka)buxur með vingjarnlegum og krúttlegum sveppum á bossanum. Í fullorðinsstærð