Tag: börnin

  • Fjársjóðskort

    „Þú gefur hafmeyjunum eitthvað að borða og svo læðistu framhjá eldfjallinu. Yfir brúna yfir ána með eitursnákunum. Ferð svo í gegnum skóginn og læðist framhjá tröllinu og læðist líka á milli indjánatjaldanna því indjánarnir geta skotið þig!

    Og þar er fjársjóðurinn!“

    Albert fylgist spakur með í bakgrunni

  • á gangi

    á gangi

  • Fór inn að svæfa lítinn dreng. Allt í einu gat ég ekki hætt að hugsa um Húsið á sléttunni

  • Göngulag

    Albert (13m) er á þessu dásamlega skeiði þar sem hann gengur sitt á hvað eins og hann sé drukkinn eða uppvakningur


    Albert is learning to walk and is currently at that wonderful stage where he walks either as if he’s drunk or a zombie

  • Sandra og Telma voru að leika sér við Mæju, bekkjarsystur Söndru.

    Mamma: „Hvað segiði stelpur, eruði allar skotnar í Justin Bieber?“

    Hneykslaður stúlknakór: „Nahhauts!“

    Sandra: „Hann er sko klikkað gamall!“

  • Einhverra hluta vegna tekur fólk það óstinnt upp þegar ég segi þeim að barnið þeirra sé ljótara en barnið mitt

  • „Pabbi, þetta er langbesta platsagna sem ég hef nokkurn tímann smakkað!“

    / “Gee whiz, daddy, this is by far the best lasagna I have ever tasted!”

  • Chillar og horfir á Urra

    / Raa Raa and chill

  • Uppáhaldið mitt á sunnudagsmorgni er að bjóða börnunum upp á AB mjólk með músínum og rúslí

  • Telma við afmælisgjöf sem stendur til að gefa: „Ekki elska mig, þú færð ekki að eiga heima hjá mér“

  • Svo hægt

    Vecmamma (langamma í Lettlandi): „Labbaðu með mér út í póstkassa“

    Sandra: „Get ekki, við erum að fara!“

    Pabbi: „Við erum ekki að fara strax. Af hverju fórstu ekki með henni?“

    S: „En hún labbar svo hægt!“

    Ég ræði við hana um að vera góð við langömmu

    Fimm mínútum síðar geng ég framhjá glugga og sé að vecmamma er komin næstum hálfa leið út í póstkassa – kannski 20 metra af 40.