Tag: börnin
-
Sleeping Queens
Klukkan er 7.13: Albert: „Pabbi, við ætlum að spila Sleeping Queens í dag. Af því að í draumnum mínum var ég að gráta af því þú vildir ekki spila við mig“
-
Jútíper
Á Twitter sagði Stjörnu-Sævar að á himninum mætti sjá tunglið og Júpíter svo ég kallaði á börnin og sýndi þeim út um gluggann. Skoðuðum líka himininn aðeins í stjörnu-appi Klukkutíma seinna vorum við Albert úti með hundinn og hann leit upp og gargaði: „Tunglið og Jútíper eru að elta mig!“
-
hreindýr
Rakst á hreindýr á kvöldgöngu
-
Stytta biðina
Þegar þú ferð með börnunum út í fótbolta á aðfangadag til hjálpa þeim að að stytta biðina, en endar svo á því að dúndra boltanum í smettið á dóttur þinni og brjóta gleraugun hennar
-
Matseðill
Fengum aðstoð frá Albert við að skrifa matseðilinn þessa vikuna
-
Bjúgnakrækir
Þegar Bjúgnakrækir gefur börnunum miða á Emil í skóinn og er svo hugulsamur að láta fylgja með miða fyrir pabba og mömmu Nú eru liðnir tveir dagar og börnin hafa enn ekki veitt því athygli að Bjúgnakrækir var m.a.s. svo hugulsamur að grafa upp fullt nafn pabba og láta prenta það á alla miðana PS:…
-
Hættu!
Albert og Sandra voru að tuskast á Albert fékk nóg: „Hættu“ Sandra hætti ekki. Albert: „Ég sagði hættu! Virðaðu það!“
-
Piparkökuhús
Þegar börnin þín eiga tvö af þremur flottustu piparkökuhúsunum á föndurkvöldinu í skólanum
-
Bingó!
Spennan er óbærileg
-
Barn 1: „Hvað sagði sushi-ið við býfluguna?“ Barn 2: *yppir öxlum* B1: „Wasabi!“
-
Læknisleikur
Skapandi börn í læknisleik Ég slysaðist inn á skurðstofu á versta tíma
-
Stúfur gafst upp
Þegar Albert var búinn að lesa í gærkvöldi fletti hann nokkrar blaðsíður til baka í bókinni og las aftur „Stúfur gafst upp“! Hann leit á mig: „Í skólanum eru þau að kenna okkur að gefast ekki upp!“ Í morgun tók hann bókina með til að sýna kennaranum