Á göngu í náttúrunni sjáum við drekaflugu.
Sandra öskrar af hræðslu.
Ance: „Þetta er allt í lagi, hún er góð!“
Sandra (næstum 8 ára): „Góð? Hvernig getur fluga verið góð? Gefur hún manni tyggjó?“
Á göngu í náttúrunni sjáum við drekaflugu.
Sandra öskrar af hræðslu.
Ance: „Þetta er allt í lagi, hún er góð!“
Sandra (næstum 8 ára): „Góð? Hvernig getur fluga verið góð? Gefur hún manni tyggjó?“
Dagur 1:
Mamma: „Stelpur, eruði búnar að borða?“
Ome/ amma: „Já, þær borðuðu hafragraut“
M: „En borðuðu þær eitthvað?“
O: „Jájá, ég sagði þið fáið ekki nammi fyrr en þið eruð búnar“
Lífið er svo miklu auðveldara þegar börnin eru orðin stærri og meira sjálfbjarga þegar þau fá gubbupest
Pabbi: „Jæja stelpur, við vorum að skrá ykkur á reiðnámskeið í sumar eins og þið vilduð!“
Sandra: *dansar af gleði*
Telma: *skilur ekkert* „Reið námskeið? Eigum við að vera reiðar?“
Sandra: „Þegar hún syngur lagið í alvörunni segir hún efforðið, en í Júróvissjón segir hún bara stúpid bits. ööö ? nei, stúpid boj“
Telma meltir þetta aðeins
Sandra: „Stúpid boj þýðir kjánastrákur“
Systur sperra eyrun og hlusta mjöööööööög vandlega á textann.
Sandra: „Heyrðirðu? Hún sagði maðafokka bits!“
10 mínútum síðar heyrist í Telmu raula „maðafakka bits! ? maðafakka bits! ? maðafakka bits! ?“
Albert öskrar út í tómið í veikri von um að finna einhvern sem vill tala við sig
„Pabbi, kaust þú píramída?“
*hóst!* „Pabbi, í Hvolpasveit þá er maður með kvef ef maður hnerrar eða hóstar! Mér finnst það mjög skrýtið“
Mér finnst það líka
Sandra: „Ég hata þessa auglýsingu! Það getur ekkert allt gerst!! Tré geta ekkert talað, eða brú labbað burt!“
Telma: „Eða bíll hoppað upp í skýin!“
Pro tip: Ekki ráða sex eða sjö ára börn á auglýsingastofurnar ykkar
Kúlugúbba-kýr eru með framfætur og sporð
Albert biður mig gjarnan um að lesa þessa bók fyrir háttinn
Svo horfir hann næstum ekkert á bókina, starir bara á mig og bíður eftir að ég fari að geispa óstjórnlega, sem ég geri sirkabát á bls. 6