Tag: börnin

  • Börnin mín eru geggjuð og æðisleg og frábær og best í heimi og ég elska þau út af lífinu, en ég byrja að vinna aftur eftir 46 klukkutíma og 41 mínútu

  • Þekkjandi mínar dömur var ég ekkert að flýta mér í sturtunni og klæddi mig í rólegheitum í fötin eftir sund í Klébergslaug. Beið svo dágóða stund fyrir utan kvennaklefann.

    Pabbi: „Ööööö, hvernig gengur þarna inni?“

    Telma: „Bara vel, við erum enn í sturtu! En ég kann núna að flossa!“

  • Viðey

  • Vinstra megin má sjá unga rauðhærða skvísu pósa á skautunum sínum. Hægra megin gefur að líta skautana skvísulausa.

    Til að sýna stærðarhlutföll eru minnstu Legokubbarnir hafðir með

  • Vígalegur

    Þegar þú færð loksins tækifæri til að nota vígalega vasahnífinn sem þú fannst fyrir 3 árum (bara til að skera samlokur í þríhyrninga, en samt)

  • Frídagur með börn

    Fyrsta barn

    • gufusjóða þrjár sortir af grænmeti
    • lesa
    • púsla
    • kubba
    • út á róló
    • hlusta á tónlist og syngja með

    Þriðja barn

    • kókópöffs í sófanum
    • 17 þættir af Hvolpasveit
    • ipad

  • Rúgbrauð

    Var greinilega ekki alveg nógu snöggur að verða við beiðni Alberts um meira rúgbrauð

  • Tær

    Pabbi: „Stelpur, ef þið eruð svona óþekkar slekk ég aftur á sjónvarpinu og þá þurfið þið að sitja og telja á ykkur tærnar“

    Barn: „Pabbi, við vitum alveg hvað við erum með margar tær!“

  • Víkingabrauð

    Gerðum víkingabrauð niðrí fjöru í Norðurfirði

    Fórum í ferð með Ferðafélagi barnanna

  • Strompar og skorsteinar

    Pabbi: *bendir* „Sérðu, þar sem eru strompar og skorsteinar, þar er Akranes.”

    Barn: ? „Ég sé enga strumpa!“

  • Sandra: „Má ég fá símann?“

    Pabbi: „Nei, held það sé komið nóg af síma í dag“

    Sandra: „Heyrðu pabbi, þú ert sjálfur í símanum allan daginn“

    Telma: „Já, meira að segja á klósettinu!“

  • Fjórar vikur

    Ég, í apríl: Já, það er geggjuð hugmynd að ég verði heima í fjórar vikur í sumar og hugsi um börnin! Við getum gert svo margt æðislegt saman!

    Líka ég, í júlí, 2 vikur búnar af 4: Grátandi inni á klósetti meðan börnin horfa á jóladagatal Skoppu og Skrítlu