Tag: börnin

  • Hef tveggja og hálfs árs son minn sterklega grunaðan um að laumast í myndbönd af Gunna Nelson þegar ég sé ekki til

  • Sjö ára stúlka les: „Syndir … ferðanna“

  • Hringdu bjöllunni

    Barn: „Hringdu bjöllunni!“

    Pabbi: *ýtir*

    Barn: *ding-dong*

    Barn: „Æ, þú vaktir hann! Blástu!“

    Pabbi: *blæs*

    Barn: „Æ, þú ruglaðir hárinu hans! Gefðu honum fæv“

    Pabbi: *gefur fæv*

    „Æ, þú drapst hann! “

  • „Af hverju kemur Björk aldrei?“

  • Systur lesa

    Báðar hugfangnar af bókinni
  • Flott tölva

    Þegar Barbí á flottari tölvu en þú

  • Ekki segja

    Bekkjarsystir Telmu kom heim með henni eftir skóla í gær. Mikið fjör, mikil læti.

    Hlutirnir voru aðeins teknir að róast þegar henni verður litið út um gluggann og rekur upp skaðræðisöskur. Fyrir utan var bíll að keyra upp að húsinu.

    Hún hljóp öskrandi upp á efri hæðina: „EKKI SEGJA PABBA HVAR ÉG EEEEEEEERR!!!!“

  • Fjör í verkfalli

    Pt. i

    Albert: *opnar frystinn* „Má ég fá ís?“

    Pabbi: „Nei“

    A: *mikil vonbrigði. mikið hugsað*

    A: „Pabbi … ekki horfa!!“

    Pt. ii

    Albert: *horfir heillengi á Hvolpasveit*

    Pabbi: *læðist til og kveikir á vinnutölvu, vinnur aðeins*

    A: *kemur* „Akkuru er ljós hér? Hvað er þessi takki?“ *ýtir*

    Vinnutölva: *slekkur á sér*

    P: *vaskar upp*

    A: *leikur sér heillengi aleinn*

    Pt. iii

    Í kjörbúð

    Albert: *raðar vörum á færibandið*

    A: *horfir löngunaraugum út í loftið, dæsir*

    A: „Mig langar mjög svo mikið í papriku!“

    Pt. iv

    Albert:„Ég er svona gamall!“ *heldur uppi hönd í þykkri lúffu*

    Pabbi: ?

    A: „Ég er bráðum svona gamall!“ *heldur uppi hönd í þykkri lúffu*

    Pt. v

    Albert: *klæðir sig úr sokkum. Skoðar tærnar mjög vandlega*

    A: *bendir á miðtána* „Er þetta fokkjú tá?“

    [nokkrar mínútur]

    A: *kjagar um*: „Ég elska ekki að segja fokkjú“

    Pabbi: „Jæja góði“

    A: „Ég elska ekki að segja fokkjú“

    Pt. vi

    Albert á stigapalli: „Akkuru hér stigi upp og hér stigi niður?“

  • KSÍ?

    Yfir fréttum: „Pabbi, hvað er KSÍ?“

    Pabbi: *útskýrir*

    Barn: „Knakk Birnu Samband Íslands?“

  • Skæri

    Pabbi: „Hvar eru skærin?“

    Dóttir: „Uppi. Það var einhver að klippa sófann!“

  • Art lover

    Listunnandi dáist að listaverki stóru systur

    Art lover admiring big sister Sandra’s work of art

  • Leika með tannbursta

    Telma: „Pabbi …“ *togar í ermi*

    Pabbi beygir sig niður og ber eyrað að munni Telmu.

    Telma *hvíslar*: „Ég þarf að segja þér leyndarmál. Albert var að leika sér með tannbursta og henti Söndru bursta í klósettið. En þetta er allt í lagi, ég er búinn að skola hann og setja á sinn stað“