Tag: börnin

  • Blíða og Blær

    Þegar þú fattar að það eru kannski á bilinu einn til þrír þættir af Blíðu og Blæ síðan veika barnið þitt sofnaði.

    Sem þýðir að þú ert búinn að horfa á einn til þrjá þætti af Blíðu og Blæ

  • Við vægum verkjum

    Ég fæ hausverk af að reyna að skilja þetta…

  • Mér verður illt í hausnum

  • Einn með þrjú börn í kvöld og 38,2°C hita. Nú er að ljúka fimmta þætti í röð af Ávaxtakörfunni.

    Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. Ég elska börnin mín. É

  • Týrant

    Sonur/ Týrant: „Pabbi, possasei!“

    Pabbi: *stendur upp til að ná í fjarstýringu og kveikja á Hvolpasveit*

    P: *reynir að setjast í sófann aftur*

    S/T: „Nei, ekki sitja sona! Sitja sona!“ *bendir á gólfið*

  • Lottó

    Í sjónvarpinu byrjar Lottó

    Albert (tveggja og hálfs) *hleypur inn í stofu*: „Boltaleik!“

  • Hvaleyrarvatn

  • Smá veikindi

    Að vera smá veikur heima: Kúra í sófanum og horfa á alla þá vitleysu sem þú vilt í sjónvarpinu.

    Að vera smá veikur heima með tvö smá veik börn: Ekkert pláss í sófanum og horfa á alla þá Hvolpasveit sem þau vilja í sjónvarpinu

  • Þrjú börn

    Þrjú börn

    • 2,5 ára með hlaupabólu
    • 7 ára komin niður í 37,4°C
    • 8,5 ára með 38,4°c
    • Mamman á kvöldvakt
    • Pabbinn með 38,1°c

    Ef ég lifi má taka af mér sjálfræðið


    Uppfært 1. mars 2019

    Sosum eftir öðru að loksins þegar tvít frá mér kemst í fjölmiðla er það #pabbatwitter um hvað það hafi verið hræðileg hugmynd að eignast þrjú börn (FYI endaði ég í 39,3°c eftir orrustuna um Jóladagatal Skoppu og Skrítlu, en er nú hitalaus (& á lífi!)):

    Tvítið
    Með fyrirvara auðvitað – ekki smella á hlekkinn
  • Ekki hlaupa

    Telma: „Albert, ertu með hlaupabólu?“

    Albert: „Nei! Ekki hlaupa, labba!“

    Uppeldið á leikskólanum að skila sér heim

  • Skjaldbaka

    Sandra, með örlítinn hita: *skríður mjög rólega fram og aftur stofugólfið á fjórum fótum í þrjár mínútur*

    Pabbi: „Hvað ertu að gera?“

    S: „Ég veit það ekki. Held ég sé að herma eftir skjaldböku“