Tag: börnin
-
Vesen
Þegar Albert lendir í veseni í æpaddnum: „Pabbi, bílað júpúp!“
-
Heimsókn á skautasvell
Ung stúlka rifjar upp nýlega heimsókn föður síns á skautasvell. Það eina sem vantar á myndina er grindin sem gamli maðurinn ríghélt sér í
-
Ber
Telma: „Má ég segja brandara? Það voru tvö ber og eitt berið sagði „Mér er kalt.“ Þá sagði hitt berið: „Það er ekki skrítið, því þú ert ber!““ Pabbi: „Haha, þetta var fyndið!“ Sandra: „Hey! Þegar ég sagði þennan brandara um daginn þá fórstu ekkert að hlæja og sagðir bara „Ertu ekki alltaf að segja…
-
Þvottavél
Það er kannski um ár síðan Albert lærði að setja þvottavélina í gang. Það kemur ákaflega skemmtilegt píp-píp hljóð sem vekur kátínu hjá litlum pjökkum. Stundum verða hreinlega illindi ef einhver annar gerir píp-píp. Hann verður þriggja ára í sumar, og er nú, örlítið á undan áætlun, búinn að læra að kveikja á þvottavélinni, velja…
-
Heitt
Telma: „Úff hvað mér er heitt! Ég er alveg að svitna!“ *fimm mínútur líða* T, úr eldhúsinu: „Pabbi, við þurfum að kaupa stærri frysti!“ P: „Af hve … NEEEEEI, EKKI FARA INN Í FRYSTISKÁPINN!“
-
Hjólatúr
Svona fyrst hjólin hrundu ekki af og særðu einhvern til ólífis þori ég að birta myndir. (við ókum 33km til að hjóla 6km og keyra svo 33km til baka)
-
Emil
Tvennt sem ég var búinn að gleyma frá því ég las Emil í Kattholti sem barn:
-
Blár dagur
Blár dagur. Pabbi talar um af hverju allir eru að klæða sig í eitthvað blátt. Dóttir: „Hvað er einhverfa?“ Pabbi: *Reynir að útskýra einhverfu* P: „Manstu eftir Palla? Hann er einhverfur!“ D: „Er Palli alltaf í bláum fötum?“
-
Sjáðu
Barn: *horfir á einhverja þrautleiðinlega bíómynd* „Sjáðu pabbi, pabbi sjáðu!“ Pabbi: *horfir* B: „Sjáðu pabbi, pabbi sjáðu!“ P: *horfir* B: „Sjáðu!“ P: *blikkar* B: „PABBI! HORFÐU ALLAN TÍMANN!“
-
Sprek!
Nýja uppáhalds lagið mitt: Sprek, sprek, sprek, sprek! Sprek, sprek, sprek, sprek! Sprek, sprek, sprek, sprek! Spreki spreki sprek sprek! Hæ Sámur Sandra (átta ára) kveikti á nýjasta þættinum af Hæ Sámur áðan og horfði svo bara á mig til að sjá viðbrögðin
-
Roar
Klukkan er 08:09. Ég hef nú setið í klukkutíma og vonast til þess að þetta sé síðasta skiptið sem dóttir mín hlustar á Katy Perry – Roar
-
Ekki draugur, uppskera
Albert: „Epli! Hæ Sámur!“ Pabbi: *Gefur epli og velur þátt af Hæ Sám af handahófi í Sarpinum* A, tæpra þriggja vetra, áður en þátturinn svo mikið sem byrjar: „Nei, ekki daugur! Uppgera!“ P: „Afsakaðu ungi maður! Auðvitað langar þig frekar að horfa á þáttinn um uppskeruna en þáttinn um drauginn“