Tag: börnin

  • Rusl

    Pabbi: „Sandra, geturðu farið með ruslið út í tunnu fyrir mig?“ Sandra: „Telma! Ég fæ að fara út með ruslið!!“ Telma: *öskurgrenjar* „Ég vil líka fara út með ruslið!“

  • Telma, sjö ára, eitthvað pirruð á leik í snjalltæki: „Nei!! Efforðið! Mörgum sinnum!“

  • Man or Muppet?

    Am I a man or am I a muppet? If I’m a muppet then I’m a very manly muppet. Am I a muppet (muppet) or am I a man? If I’m a man that makes me a muppet of a man. The Muppets

  • Föndur

    Sandra var greinilega að horfa á youtube aftur…

  • Sjáðu

    Sandra: „Pabbi sjáðu! Það er búið að breyta Hvolpasveit! Sjáðu bara!“ *slekkur á þættinum og byrjar aftur frá byrjun til að sýna pabba introið* „Sjáðu, sumt er alveg nýtt!“ Pabbi, nývaknaður: „Stórbrotið!“ S: „Pabbi, þetta var kaldhæðni!“

  • Klukkan

    Albert: „Pabbi segja ka klukkan!“ Pabbi: „Hvað er klukkan?“ A: „Klukkan er kú!“ P: *lítur upp*

  • Þarf að hringja í h

    Það er gott að vita að ef til þess kemur er síminn minn a.m.k. tilbúinn

  • Djús

    Albert fær djús í glas. Albert drekkur djús. Albert ætlar upp í sófa. Pabbi: „Nei, ekki upp í sófa með djús, settu djúsinn á borðið“ Albert setur í brýrnar, en kemur þó: „Þetta er ekki djús!“ *skellir tómu glasi með látum á borðið* „Þetta er glas!!“

  • Bílaþvottastöð

    Það er fátt eins gefandi og að fara með lítinn bílóðan pjakk í gegnum sjálfvirka bílaþvottastöð

  • Epli

    Albert: „Mamma, langar epli!“ Mamma er vant við látin, svo pabbi spyr: „Viltu epli?“ Albert, sem verður þriggja í sumar, lítur snöggt á föður sinn: „Heitir þú mamma?“ P: „Ööö…“ A: *bendir* „Þú heitir pabbi!“ *bendir* „Hún heitir mamma!“ *bendir* „Hún heitir Sandra!“ *bendir* „Hún heitir Telma!“ *bendir* „É heiti Ambett! Þá allir búnir!“

  • Fótboltamót

    Fékk eldskírn mína sem fótboltapabbi í gær á móti Þróttar í Laugardal. Krakkarnir eru í 6. flokki og á sínu fyrsta móti. Uppáhalds augnablik: Þegar tók næstum mínútu að útskýra markspyrnu

  • Lemúr

    Þetta barn er ekki hægt sko! Albert segir lemúraði! LEMÚRaði krakkar!