Þegar þú ert á safni og börnin þín ná ekki inn á topp sjö brjáluðustu börnin á leiksvæðinu þrátt fyrir verðuga tilraun
Tag: börnin
-
-
Krossnesfjall
Gengum á Krossnesfjall, sem er hæsta fjall sem við höfum gengið saman 🙂
(Úr ferð á Norðurfjörð á Ströndum með Ferðafélagi barnanna.)
Fyrstu skrefin Smá pása Albert hvílir sig Nestispása Telma Músareyra Ance og Albert á leiðinni upp Ekkert mál (sagði enginn) Horft beint niður Útsýnið Útsýnið Sjaldgæf sjálfa Gengið um á toppnum Stelpurnar héngu á Steinunni eins og mý á mykjuskán Albert slekkur þorstann Stelpurnar knúsa Steinunni fararstjóra Ance á toppnum Spælt egg? Skýjum ofar Feðgin ánægð með sig Albert orðinn lúinn Steinunn fararstjóri aðstoðar þá þreyttustu að komast niður Síðasti spölurinn niður -
Þriggja ára
Þessi gaur fagnar þriggja ára afmælinu í sinni fyrstu alvöru hjólaferð, en hann fór meira að segja 27,5 km í gær.
/This guy celebrates his third birthday on his first proper cycling trip, he even rode 27,5 km yesterday
Albert þriggja ára! Þriggja ára strákur í hjólavagni Telma segir til hamingju með afmælið! Albert fékk ís í tilefni dagsins -
Prísund
Búinn að stela bíl og reynir að brjótast út úr prísundinni
Ökumaður í ógöngum -
Stytti upp
Á göngu um vot stræti Visby -
Námskeið
Jájá, sendum stelpurnar á reiðnámskeið! Hvað er það versta sem getur gerst?
Vondur hestur -
Strjúka og klappa
Albert, þriggja ára borgarbarn er í sveitinni
Pabbi: „Ekki meiða lömbin! Bara strjúka þeim og klappa!“
Albert: *klappar saman lófunum*
-
Púsl
Þegar barnið eipsjittar af því osturinn rifnaði en þú nærð að redda málunum með því að „púsla“
Brauð með púsluosti
Auðvitað át hann samt ekki nema tvo bita…
-
„Jájá, auðvitað má Albert leika sér í bílnum! Hvað er það versta sem gæti gerst?“
Skoda í hleðslu -
Batman
Albert í mannfagnaði, með Batman andlitsmálningu.
Hittir vinkonu úr leikskólanum, sem fagnar ógurlega: „Albert!“
Albert fagnar minna, færir sig feiminn bak við pabba og heldur um lærið.
Vinkona fer.
Albert stígur fram og hvæsir á eftir henni: „ÉG ER BATMANN!“
-
Ó sjitt
Pabbi og mamma tala saman.
Pabbi: *segir mömmu frá einhverju rosalegu*
Mamma: „Ó sjitt“
Sandra, sem hefur setið í hinum enda íbúðarinnar í tvo klukkutíma í sínum eigin heimi með sín stóru eyru, gargar: „Af hverju sagðirðu ó sjitt?!“
-
Albert: „Pabbi, kvarímatinn?“
Pabbi: „Kjúklingur“
A: 🙁
A: „Pabbi, segðu skross“
P: „Ok!“
A: „Pabbi, kvarímatinn?“
P: „Skross!“
A: 😀