Tag: börnin
-
Sandra: „Ég vil ekki koma í Barbí“ Telma, mjöööög alvarleg: „Þú ert að svíkja loforð. Það deyr einhver þegar þú svíkur loforð. Langafi eða einhver deyr.“ Pabbi: „Neinei, það deyr enginn!“ T: „Jú, það deyr einhver. Einhver sem er löngu dáinn!“
-
1. barn: Skv. grein sem ég las er best að gera svona og vera ákveðinn. Nei þýðir nei! 3. barn: Gútsígútsígú, ekki hægt að segja nei við þessa dúllu og rúsínurassgat!?! Líka 3. barn: Óttaleg frekja er þetta í barninu!? Hvernig stendur á þessu?!?
-
Feðgar sækja vatn
-
Bíltúr með opis (afa). Albert og pabbi sitja afturí Albert leikur sér með bíl, pabbi skoðar Facebook í símanum Albert: *réttir pabba bílinn* „Nú pabbi leika bíl og ég skoða Júpút“
-
Albert fær sér smá sýrðan rjóma
-
Albert athafnar sig á koppnum Pabbi: „Hvernig gengur?“ Albert: „Ég heiti ekki hvernig gengur! Ég heiti Albert!“
-
Taka 7005
-
Ferja
Keppnis að vera búinn í sturtu og lagstur í koju áður en skipið leggur úr höfn Mjög notalegt að sigla sofandi yfir Eystrasaltið að næturlagi, nema mögulega þér verði hugsað til Veru Illuga í svefnrofunum…
-
Sjónarhóll
Höfðum okkur hæg í heimsókn að Sjónarhóli því heimilisfólkið var í fastasvefni
-
Albert: „Ríðum, ríðum! Borðum ekki sandinn!“
-
Tíu dagar á Gotlandi
Tíu dagar á Gotlandi: Þið fáið þrjú gisk hvaða dag var planað að fara í skemmtigarð Í galtómum strætónum sem fer í skemmtigarðimn tók á móti okkur viðkunnanlegur en forviða bílstjóri sem spurði hvort við værum að villast
-
Þegar þú ert á safni og börnin þín ná ekki inn á topp sjö brjáluðustu börnin á leiksvæðinu þrátt fyrir verðuga tilraun