Tag: börnin

  • Horfi á Brave með stelpunum og við skemmtum okkur bráðvel þegar það slær mig! Þessi mynd er bara áróður! Á præmtæm á Rúv! Og börnin horfa varnarlaus á! Það er verið að normalísera rauðhærða!

  • Pabbi í eldhúsi, talar við sjálfan sig: „Það er nú soldið snemmt, þurfum ekki að borða strax, klukkan er bara 5“ Albert, sem var djúpt sokkinn í leik frammi í stofu, gargar „Má ég sjá!“ hleypur inn í eldhús, bendir á klukkuna og segir „Já! Klukkan er mínútur 6!“

  • Klukkan er bara fimm

    Pabbi er í eldhúsinu, eitthvað að fást við mat. Talar við sjálfan sig, eða muldrar: „Já þetta er nú tilbúið soldið snemma, við þurfum ekki að borða alveg strax, klukkan er bara fimm“ Albert, sem var frammi í stofu að leika sér í eigin heimi, gargar „Má ég sjá!“ kemur á harða hlaupum inn í…

  • Pabbi: „Sérðu þetta? Langafi þinn bjó þetta til, hann hét Grímur“ Telma: „Það á ekki að segja hét, heldur heitir!!“ P: „Nei, maður segir hét af því að hann er dáinn“ T: „Nei! Ef þú segir hét er eins og hann hafi skipt um nafn!“

  • Faðir og dóttir (tíu, aaaaalveg að verða fjórtán) deila. Dóttir: „Pabbi, þú ert svo leiðinlegur að ég ætla að unfollowa þig!!“

  • Leitin að Nemó á að byrja í sjónvarpinu, en í staðinn birtast rendur og heyrist sónn 20 sekúndur líða… Sandra: „Pabbi, er einhver að segja efforðið rosalega lengi?“

  • Ekki núsína

    Albert gerir tilraun til að ganga fram af föður sínum með almennum æðisleg- og krúttheitum Pabbi fær fiðring í magann, lyftir pjakknum upp, borar nebbaling í hálsakot og puðrar svo smá: „Ertu algjör rúsínubolla?!“ Rúsínubolla: „Nei, é ekki núsína, é bara bolla!“

  • Sandra kom heim úr skólanum með KSÍ lyklakippu, fána og plaköt með landsliðum kk & kvk. Sýnir stolt og glöð. Pabbi: „Geggjað! Og nafna þín í marki, Sandra Sigurðardóttir!“ Telma, ekki impóneruð: „Mér finnst miklu skemmtilegra þegar ég er á myndinni.“

  • Snillingasti snillingur í heimi!

  • Albert hoppar eins og brjálæðingur í sófanum. Pabbi: „Hættu þessu!“ Albert hættir þessu ekki Pabbi færir sig fyrir hopparann og segir mjög ákveðið „Nei!“ Albert, þriggja ára, tekur um andlit föður síns og horfir djúpt í augu hans: „Beibí idda má idda má idda má!“

  • Ég er ekki alveg sikker, en fæ eitthvað sona höns að börnin hafi kíkt á júpút í spjaldtölvunni

  • Sjö ára dóttir og vinkona hvíslast á um skólasystur sína: „Hún er stundum soldið pirrandi, ég held hún sé með HD veiki“