Tag: börnin

  • Í lyftu sem nýlega var endurnýjuð að öllu leyti.

    Barn: ? „Sagði lyftan Hæ sjö?! … en við erum bara fimm?!“

  • Vera

    6:54: *þrusk*

    Rumska. Opna augun. Það tekur smástund að aðlagast myrkrinu, en það mótar fyrir hreyfingarlausri veru úti á miðju gólfi

    Vera *hvíslar ofurlágt*: „Ég langar leika með bílinn“

    Veran breytist hægt í Albert sem heldur á löggubíl

    6:55: Vekjaraklukka: „Píp“

  • Páll Vilhjálmsson

    Veit einhver hvað Páll Vilhjálmsson á mörg börn..?

    … af því …

    wait for it…

    wait for it…

    hann er skilgetinn faðir pabbabrandaranna *barúmmtiss*

  • Í afmæli. Pabbi ræðir við systurdóttur sína og hvetur hana til dáða: „Allt auka effort sem þú leggur í þetta mun skila sér margfalt þegar…“

    Dóttir, sem var djúpt sokkin í leik annars staðar í íbúðinni en er greinilega með stór eyru: „Pabbi sagði efforð!“

  • Pabbi: „Jæja, viltu vera lögga *sýnir*, hundur *sýnir* eða mús *sýnir*?“

    Albert: ? ? „Nei! Ég Albert!“

    Þannig atvikaðist það að Albert fór sem Albert á búningadag í leikskólanum

  • Telma: „Af hverju heitir hann Kókos Baníel?“

    Pabbi: „Kókos? Hver heitir Kókos?“

    T: „Æ, þarna hundurinn!“

    P: ? „Ertu að meina Cocker Spaniel?“

  • Mamma: „Segðu bless við pabba, hann er að fara í nokkra daga“

    Albert: „Ert þú fara þuvél?“

    Pabbi: „Já“

    A: *Setur upp skeifu, hvíslar að mömmu*: „Pabbi segir já“

    A: *horfir mjög ákveðinn á pabba*: „Ég segi nei!“

  • Kenndu Albert að teikna

    Mamma: „Kenndu Albert að teikna!“

    Pabbi: „Ok! Og svo kenni ég honum kínversku!“

    Ég semsagt náði hingað áður en pjakkurinn eipsjittaði yfir því að þetta væri sko ekki eins og tærnar hans

  • Albert: *segir eitthvað*

    Pabbi, utan við sig, var ekki að hlusta: „Mhm“

    A: „Pabbi, ekki segja mhm, segja já!“

  • Ekki að ég ætli að mæla bókabrennum bót, en verði ein svoleiðis haldin í næsta nágrenni og á hentugum tíma er ekki útilokað að ég muni mæta með eldspýtur í vasanum og þessa hörmung

  • Les fyrir Telmu, býð henni góða nótt og sit svo aðeins hjá henni í þögn.

    *sjö mínútur*

    Telma: „Pabbi, af hverju færðu aldrei hiksta?“

    Pabbi: „Ööööö, hvað meinarðu, ég fæ stundum hiksta!“

    T, ásakandi: „Ég hef aldrei séð þig með hiksta!“