Tag: börnin

  • Þvo

    Albert var úti að leika sér og kom inn í mat.

    Pabbi: „Þú verður ekki glaður að heyra þetta … en þú þarft að þvo hendurnar áður en þú borðar“

    A: „Ó, það er ekkert mál“ *þvær sér um hendurnar*

    P: „Nú?“

    A: „Ég ákvað að vera good boy. Ég get verið good boy, bad boy eða svona… miðlungs“

  • Salou

    Ég fór til Salou í Katalóníu í viku að fylgja Söndru á fótboltamót. Mitt hlutverk var að vera innan seilingar og koma hlaupandi ef hún hringdi og bæði um knús.

    Geggjað, hugsið þið eflaust! En vandamálið er að ég er ekki búinn til fyrir mikla sól eða hita og kann ekkert að vera á svona stöðum; veit ekkert hvað á að gera. Svo ég labbaði. Og labbaði. Svo labbaði ég aðeins meira. Svo fékk ég leið á að labba og leigði hjól. Og ég hjólaði. Svo þegar ég ætlaði að hjóla smá meira var ég orðinn ansi lúinn og leigði rafhjól og hélt áfram að hjóla.

    Og gleymdi að bera reglulega á mig sólarvörn. Ég hélt út í 5 daga. Sólbrann ekki að ráði fyrr en á fimmta degi – á hjólinu.

    Þegar ég var ekki að labba sat ég og hvíldi lúin bein á bekkjum í skugga, svitnaði og starði á fólk labba hjá, þambaði vatn í lítravís og stóð svo upp með erfiðismunum og fyrstu 20-30 skrefin kjagaði ég eins og ég væri að læra að ganga á ný eftir mjaðmaskiptaaðgerð.

    Einn daginn vaknaði ég klukkan hálf sex til að taka lest til Barcelona, labba 25 kílómetra í 29°C, verkja í fæturna, drekka þrjá lítra af vatni og skoða flott hús eftir Gaudí.

    Ó já, eins og ég átti von á gekk Söndru bara vel og þurfti lítið á mér að halda. Það gekk ýmislegt á, eins og gefur að skilja með stóran hóp af 12-14 ára stelpum, en hún plumaði sig bara vel, bæði innan vallar sem utan. Afturelding var með 2 lið á mótinu og liðinu sem Sandra var í gekk ekki sem best en aðalliðinu gekk öllu betur. Það var auðvitað erfitt að díla við tapleiki – sérstaklega tvo leiki þar sem liðið var mjög óheppið að vinna ekki – en ferðin frábær engu að síður.

  • Eitthvað fallegt

    Albert og Telma kýta

    Pabbi: „Ef þið hafið ekki eitthvað fallegt að segja skuluð þið bara þegja. Þið hreinlega kunnið ekki að segja eitthvað fallegt hvort við annað!“

    Albert: „Jú! Telma ég elska þig! …ekki lengur“

  • Næturvakt

    Við Hinrik Diðrik (Doofenshmirtz) erum á næturvakt og höfum vökult auga á skipinu, sem hefur hreyfst grunsamlega mikið undanfarið án þess að nokkur sé nálægt

  • Glas

    Sandra var að koma heim með möppu fulla af myndum sem hún gerði í myndlist í vetur

  • Ekki hringja

    Fyrir hreina tilviljun þurftum við Ance bæði að mæta á áríðandi viðburði á sama tíma á laugardegi. Þetta þýddi að við þurftum að skilja Telmu og Albert eftir í tvo tíma. Ekki í fyrsta skipti sosum.

    T og A fengu skýr fyrirmæli um að hringja ekki nema í neyð.

    Svo skiljanlega brá Ance þegar síminn hringdi og svaraði óttaslegin: „Er allt í lagi?“

    Albert: „Jájá, ég vildi bara segja þér að ég var að kúka og skeindi sjálfur!“

  • Albert

    Albert í flottum stöfum

    Ormur 1: „Margir ormar“

    Ormur 2: „Ég veit“

  • Verðlaun

    Albert var í átaki þar sem hann æfði sig að hátta sjálfur, bursta og pissa.

    Fyrir hvert skipti sem gekk vel fékk hann límmiða og þegar hann var kominn með 10 límmiða mátti hann velja verðlaun.

    Verðlaunin:

  • Sjálfsmynd

    Albert teiknaði sjálfan sig yfir Eurovision
  • Vatn

    Morgun

    Albert: *finnur vatnsglas í eldhúsinu, ber að munninum*

    Pabbi: „Nei, ekki drekka, þetta er gamalt vatn!“

    A: *hneykslaður* „Síðan hvenær er vatn gamalt?!?“

  • Oj

    Í sjónvarpinu kemur auglýsing

    Albert: „RÆKJUsmurostur? Oj!“

    Pabbi: „Nákvæmlega!“

  • Móment

    Þegar þú keyrir niður í miðbæ í dásamlegu veðri og öskursyngur í kór með 12 ára dóttur þinni

    … meðan 11 ára dóttirin situr í aftursætinu eins og illa gerður hlutur