Ég fór til Salou í Katalóníu í viku að fylgja Söndru á fótboltamót. Mitt hlutverk var að vera innan seilingar og koma hlaupandi ef hún hringdi og bæði um knús.
Geggjað, hugsið þið eflaust! En vandamálið er að ég er ekki búinn til fyrir mikla sól eða hita og kann ekkert að vera á svona stöðum; veit ekkert hvað á að gera. Svo ég labbaði. Og labbaði. Svo labbaði ég aðeins meira. Svo fékk ég leið á að labba og leigði hjól. Og ég hjólaði. Svo þegar ég ætlaði að hjóla smá meira var ég orðinn ansi lúinn og leigði rafhjól og hélt áfram að hjóla.
Og gleymdi að bera reglulega á mig sólarvörn. Ég hélt út í 5 daga. Sólbrann ekki að ráði fyrr en á fimmta degi – á hjólinu.
Þegar ég var ekki að labba sat ég og hvíldi lúin bein á bekkjum í skugga, svitnaði og starði á fólk labba hjá, þambaði vatn í lítravís og stóð svo upp með erfiðismunum og fyrstu 20-30 skrefin kjagaði ég eins og ég væri að læra að ganga á ný eftir mjaðmaskiptaaðgerð.
Einn daginn vaknaði ég klukkan hálf sex til að taka lest til Barcelona, labba 25 kílómetra í 29°C, verkja í fæturna, drekka þrjá lítra af vatni og skoða flott hús eftir Gaudí.
Ó já, eins og ég átti von á gekk Söndru bara vel og þurfti lítið á mér að halda. Það gekk ýmislegt á, eins og gefur að skilja með stóran hóp af 12-14 ára stelpum, en hún plumaði sig bara vel, bæði innan vallar sem utan. Afturelding var með 2 lið á mótinu og liðinu sem Sandra var í gekk ekki sem best en aðalliðinu gekk öllu betur. Það var auðvitað erfitt að díla við tapleiki – sérstaklega tvo leiki þar sem liðið var mjög óheppið að vinna ekki – en ferðin frábær engu að síður.
Tré, sjórSvalirBarcelona að næturlagi, úr loftiFC Barcelona MuseumTreyja af MessiÞegar hótelið þitt er 3,5 km frá miðbænum og þú lendir í dembu á leiðinni kemur sér vel að vera með regnhlífRafhjólið sem ég leigði (á myndinni má einnig sjá hjálminn sem gleymdist nákvæmlega þarna, svo ég þurfti að fara sér ferð – 7,78 km í bakandi sól að sækja hann, ellegar borga €50 í sekt)
Þegar ég skilaði hjólinu, steig ég af því, dæsti, stundi og þurrkaði af mér svitann. Ungi maðurinn á hjólaleigunni starði á mig. Ég sagðist vera þreyttur. Hann starði fastar og sagði: “But it’s electric!”Medalían var ekki úr súkkulaðiSundlaug?Þegar maður er búinn að hjóla 16 km og labba 7 km í 26°C má maður aðeinsSandra með medalíunaSandra í búningnumSandra og pabbi eftir leikGosbrunnurGula skrímslið getur látið menn grípa til örþrifaráðaRafmagns-hjólastólar til leiguSnigla-gosbrunnurHluti af hinni dásamlegu gönguleið Camí de RondaFjallahjólGosbrunnurGula skrýmsliðBiggus thingusDerhúfa hvílir lúin beinDerhúfa hvílir lúin beinGula skrýmslið bakar kirkjuCasa BatllóKranar og húsGula skrýmslið hrellir siggamusSólarupprás í TarragonaTré, pálmaTré, kletturDúfaFangelsi/ hellir?Allt of fá ský 🙁Katalónskir nasistar vilja sjálfstæði„Ströndin“Brunahani
Við Hinrik Diðrik (Doofenshmirtz) erum á næturvakt og höfum vökult auga á skipinu, sem hefur hreyfst grunsamlega mikið undanfarið án þess að nokkur sé nálægt
Fyrir hreina tilviljun þurftum við Ance bæði að mæta á áríðandi viðburði á sama tíma á laugardegi. Þetta þýddi að við þurftum að skilja Telmu og Albert eftir í tvo tíma. Ekki í fyrsta skipti sosum.
T og A fengu skýr fyrirmæli um að hringja ekki nema í neyð.
Svo skiljanlega brá Ance þegar síminn hringdi og svaraði óttaslegin: „Er allt í lagi?“
Albert: „Jájá, ég vildi bara segja þér að ég var að kúka og skeindi sjálfur!“