Tag: börnin

  • Stelpur: *eitthvað að kýta*

    Albert: „Stelpur, það á að vera vinir!“

  • Mamma: „… og óþekk börn fá auðvitað kartöflu í skóinn“

    Telma *lýgur*: „Það er allt í lagi, mér finnast kartöflur góðar“

    M: „Frábært! Kannski heyra jólasveinarnir þetta og gefa þér alltaf kartöflu, líka þegar þú ert góð!“

    T: ?

  • Albert: „Ég gera snjörnu!“

  • Orð sem ríma

    Albert: „Pabbi! Ég veit um orð sem ríma!“

    Pabbi: „….?“

    Albert: „Búkur og kúkur!“ *dettur í gólfið og veltist þar um af hlátri*

  • Telma: „Snjókorn falla á allt og alla, ?
    börnin leika og skemmta sér.
    Nú er árstíð kærleika og friðar. ?
    Komið er að …“ ?

    Albert (3ja ára): „…jólastund!“

    T: „Vinir hittast og halda veislur, ?
    borða góðan …“ ?

    A: „…jólamat!“

  • Albert: „Pabbi halda mér“

    Pabbi: „Nei, pabbi þreyttur“

    A: „Jú, pabbi halda!“

    P:

    A: „Eeeeeeinn! … “ *setur upp þumalfingur*

    P:

    A: *horfir stíft á föður sinn, veifandi ógnandi þumli*

    P:

    A: „… tveeeeeir…“ *vísifingur bætist við*


  • Undanfarnar vikur:

    Pabbi: „Nú skulum við koma og bursta tennurnar og lesa!“

    Albert: „Er klukkan orðin átta?“


    Í kvöld

    P: „Eigum við að koma og bursta tennurnar og lesa?“

    A: „Er kominn áttatími?“

  • Albert bendir: „Ljós virkar! Tvö ljós!“

    Pabbi: „Já, pabbi lagaði. Stundum lagar pabbi eitthvað … og allir verða voða hissa“

    A,: „Nei! Pabbi ekki laga! Slökkviðimaður lagaði“

  • Hengí pengí

    Telma: „Hvað þýðir hengí pengí?“

    Pabbi: „Hmmm… ? Meinarðu hanky panky?“

    T: „Já“

    P: „Öööööööööö, að gera eitthvað sem má ekki, þegar þú ert … ? óþekk”

    T: „Það er hengí pengí í Barbí görl“

  • Tungumálakennsla

    Sandra var eitthvað ósatt við hvað gamla gengur illa að læra hitt tungumálið hennar, svo hún ákvað að taka málin í sínar hendur ?

  • Albert: „Pabbi, é vil padda piss í æpadinn!“

    Sjálfsagt, sonur sæll, auðvitað langar þig að hlýða á All about that Bass í spjaldtölvunni

  • Fátt verra en þegar lítil börn byrja að gubba einmitt þegar maður er að bursta tennurnar. Svo liggur maður hálfsofandi alla nóttina með annað augað opið og 170 í púls og hrekkur upp með andfælum á sjö mínútna fresti ef einhver hóstar í 200 metra radíus


    Uppfært, 18. nóvember:
    …og nú taka við nokkrir sólarhringar á milli vonar og ótta um hvort þessi fjandi sé í alvörunni frá eða andstæðingurinn eigi enn tromp upp í erminni, bansettur

    Uppfært, 19. nóvember:
    Gubbupest 2: the reckoning
    0.30 Telma: ?
    0.35 Mamma: ?
    2.30 Sandra: ?
    ??????????
    4.30 Albert: „Hvað gerðist?“
    4.31 Pabbi: ??Bangsi lúrir ??
    4.52 A: „Endalaust kósí!“
    4.53 P: ??Bangsi lúrir ??
    8.10 P: ?
    (Albert er þriggja ára)