Tag: börnin
-
Bíó
Þegar þú spyrð börnin hvort eigi að fara í bíó áður en þú tékkar hvað er í boði … … ekki einu sinni Bersi kunni að meta þetta helvíti
-
Spakkedí og hatt
Pabbi eldar hakk og spaghettí og ber á borð. Albert: *byrjar að borða* Pabbi: „Stelpur! Komið að borða!“ A: „Stelpur! Koma borða! Við borða spakkedí og hatt!“
-
Sandra: „Panda, kross, jólasveinahúfa, og jesúbarnið. Og jésúbarnið gerði snjókarl!“
-
Þriggja og hálfs árs drengur, mögulega skyldur mér: „É var segja brandara leikskólann!“ Ég: „Núúú? Varstu að segja brandara! Hvaða brandara?“ Þohádmsm: „Kúkinn var að kúka hausinn“ *bendir á hausinn á sér*
-
Það besta sem gerðist á árinu var að ég fékk gamalmennagleraugu, og nú sé ég Albert í bestu fáanlegu upplausn!
-
Smáblóðmör?
Þegar hvíta súkkulaðið lætur súkkulaðibitasmákökurnar líta út eins og blóðmör ?
-
Keyrum út úr Skeifunni Barn: „Hvað er Hreyfill?“ Pabbi: „Leigubílastöð! Vitiði að einu sinni gerðu þau auglýsingu með símanúmerinu?“ *raular auglýsinguna* 20 sekúndum síðar: Uppfært: ég mundi semsagt ekki eftir neinu nema laginu
-
Spurningar og svör
Börnin fundu þennan kostagrip einhversstaðar í morgun Sýnishorn: Telma: „Hvaða íslenskur fugl var verðmæt útflutningsvara fyrr á öldum?“ Pabbi: „Ööööö … geirfuglinn..?“ T: „Þar sem er þurrt og heitt“ Telma: „Hvaða sjúkdómur herjaði mjög á sjómenn fyrri tíma vegna skorts á nýmeti?“ Pabbi: „Skyrbjúgur“ T: „Það er rétt!“ P: „Þú færð skyrbjúg ef þú færð…
-
Sandra: „Hvað kallarðu fyndna mandarínu?“ Pabbi: „Veitiggi?!?“ S: „Brandarínu!“
-
Nokkrar reglur sem Albert, þriggja og hálfs, hefur lært af Laginu um það sem er bannað: „Þa má ekki pissa!“ „Þa má ekki fá tyggjó“ „Má ekki skoða kall!“ „Má ekki henda orm í mömmu!“ „Má ekki hlæja!“
-
Nokkrar reglur sem Albert, þriggja og hálfs, hefur lært af Laginu um það sem er bannað:
-
Ananas í dós
Þetta voru semsagt jólin sem Sandra uppgötvaði ananas í dós